Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Ragnhildur Loftsdóttir

  • 21. nóvember 2020
  • Fréttir
Níunda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að níundu umferð Tippara vikunnar í boði Sport og Grill Smáralind.

 

Í síðustu umferð var það Sigurður Örn Ágústsson sem var með fjóra rétta.

 

Tippari vikunnar er Ragnhildur Loftsdóttir

Ragnhildur Loftsdóttir eða Ragga Lofts, er hrossaræktandi í Austurási við Selfoss ásamt því að reka Toyota Selfossi með Hauk Baldvinssyni eiginmanni sínum.

Á heimilinu eru allir 4 fjölskyldumeðlimirnir Liverpool aðdáendur með meiru og reyndist ekki erfitt að fá aðstoð við að tippa á leiki 9.umferðar.  Í seinni tíð hefur fjlölskyldan haft gaman af að horfa á Enska boltann saman og oftar en ekki eru vinir og ættingjar mættir og hefur stundum hitnað í kolunum þar sem menn eru ekki alltaf á sömu blaðsíðu.  Ógleymanlegar ferðir hafa verið farnar til Liverpool þar sem fjölskyldan hefur fengið stemminguna beint í æð.

Hér að neðan er spá Ragnhildar fyrir leiki helgarinnar.

 

Newcastle United 0-3 Chelsea laugardag kl 12:30
Léttur leikur fyrir Chelsea, Werner mun láta ljós sitt skína.

Aston Villa 2-0 Brighton & Hove Albion laugardag kl 15:00
Aston Villa vinnur þennan leik, Ollie Watkins og Grealish með sitthvort markið.

Tottenham 2-2 Manchester City laugardag kl 17:30
Stórleikur sem lýkur með jafntefli en skemmtilegur á að horfa.

Manchester United 1-0 West Bromwich Albion laugardag kl 20:00
Liðið hans Hinna Braga tekur þennan leik en nær því þó ekki fyrr en á lokamínútunum.

Fulham 0-3 Everton sunnudag kl 12:00
Everton tekur þennan og mun Richarlison koma sterkur inn.

Sheffield United 0-2 West Ham United sunnudag kl 14:00
Erfitt hjá Sheffield þessa dagana og mun West Ham vinna þennan leik.

Leeds United 1-1 Arsenal sunnudag kl 16:30
Arteta og hans menn ná ekki að vinna nýliðana.

Liverpool 2-1 Leicester City sunnudag kl 19:15
Þetta verður erfiður leikur hjá okkar mönnum þar sem sögulega margir leikmenn eru á meiðslalistanum þessa dagana.  Vardy mun skora mark úr víti (eftir VAR klúður )

Burnley 0-0 Crystal Palace mánudag kl 17:30
Mögulega leiðinlegasti leikur umferðarinnar sem lýkur með markalausu jafntefli.

Wolverhampton 1-0 Southampton mánudag kl 20:00
Þar sem gamli Liverpool maðurinn Danny Ings er meiddur þá mun Southampton sitja eftir með sárt ennið.

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<