Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Sigurður Örn Ágústsson

  • 6. nóvember 2020
  • Fréttir
Áttunda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í kvöld.

Þá er komið að áttundu umferð Tippara vikunnar í boði Sport og Grill Smáralind.

 

Í síðustu umferð var það Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri á Hellu sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Sigurður Örn Ágústsson frá Geitaskarði, en þar stundar hann hrossarækt ásamt nafna sínum og frænda Sigurði Erni Levy. Þar eru níu 1.v hryssur í ræktun og að auki eiga þeir 1.v stóðhesta sem tekið hefur verið eftir, þ.e. Galdur frá Geitaskarði, sem Bergrún Ingólfsdóttir hefur verið með og svo Adrían frá Garðshorni, sem Daníel Jónsson hefur verið með, landskunnur úrvalsgæðingur.

 

“Ég var auðvitað eins og flestir í fótbolta á mínum yngri árum, byrjaði frekar seint að æfa og hætti rétt áður en ég var valinn í landsliðið. Spilaði fótbolta með mörgum af helstu félögum íslensks fótbolta, svo sem heimafélögunum Hvöt og Tindastól, auk HK, Hauka og Hattar. Og kynntist þar vinum og félögum fyrir lífstíð. Margir stórsnillingar. Svo má auðvitað ekki gleyma því að ég er stjórnarformaður, fyrirliði, eigandi, aukaspyrnusérfræðingur og vítaskytta félagsins IFC – en þar eru samankomnir alveg raknir stórsnillingar og glæsimenni. Sá félagsskapur samanstendur af fyrrum knattspyrnumönnum sem margir hverjir hafa verið landsliðs-og atvinnumenn í knattspyrnu. Eina leiðin fyrir mig að komast í það byrjunarlið var augljóslega að verða “owner/player/captain”. Þetta úrvalslið hefur spilað á old-boys mótum í knattspyrnu erlendis – og það hefur verið gaman og mikil upplifun. Sem dæmi voru fleiri áhorfendur á okkar leikjum þar ytra en mæta á HM íslenska hestsins. Til að gæta sanngirni þá held ég að enginn hafi borgað sig sérstaklega inn til að sjá mig skora, líklega frekar kappa eins og Oliver Neuville, Andy Voronin, Dariusz Wosz, Eyjólf Sverrisson og fleiri.

Hér að neðan er spá Sigurðar fyrir leiki helgarinnar

 

Brighton & Hove Albion 2-0 Burnley föstudag kl 17:30
Okkar besti maður í Burnley er að mér skilst eitthvað tæpur fyrir þennan leik. Flest bendir til þess að Sean Dyche sé komin á endastöð með liðið – sem er ekki búið að vera heillandi undanfarið. Farnir að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum og einhvern vegin virka leikmenn ekki á tánum.
Brighton eru með talsvert betra lið og ég held að þeir fari með sigur af hólmi. 2-0

Southampton 2-2 Newcastle United föstudag kl 20:00
Suðurstrandarmenn hafa verið mjög hressir það sem af er móti. Vel spilandi, mjög góðan “hrygg” – Vestergaard, Ward-Prowse og Ings. Þeir vinna Newcastle á heimavelli – eða ættu að gera það. Hér verða óvænt úrslit. 2-2

Everton 1-0 Manchester United laugardag kl 12:30
Ancelotti er öflugur og hefur náð í nokkra heimsklassaleikmenn – og svo skorar DCL bara nánast í hverjum leik. Everton er með allt að tvöfalt fleiri stig en nágrannarnir í Manchester núna og hafa spilað vel. Manchester hafa verið mjög óstöðugir í sínum leik í deildinni og nú seinast gegn einhverju liði sem enginn gæti sagt hvað heitir í Tyrklandi. MU eru með gríðarvel mannað lið en það er eitthvað að. Það er eins og það vanti svona seinustu 70% upp á að þeir spili vel eins og lið. En þegar þeir smella saman eru þeir ógnvekjandi. Ef þeir ná ekki úrslitum gegn Everton þá held ég að það fari að hitna undir frænda okkar Ole.

Það virðist reynast mörgum Manchester manni erfitt að lifa eftir eigin ráðleggingum „quit living in the past“ – og þeir tala nú flestir um Ferguson tímann og vilja talsvert ræða hann – líkt og Liverpool menn um Shankly tímann. En það er nú allt í fortíðinni.

Everton vinnur, Gylfi skorar eina mark leiksins á 78. mínútu.

 

Crystal Palace 1-2 Leeds United laugardag kl 15:00

Þetta verður steindautt jafntefli – eða Leeds nær fram seiglusigri. Hallast að því síðarnefnda
Saha skoar líklegast – eða McArthur, og svo er Baumford búin að skora ótrúlega mikið hingað til.

 

Chelsea 3-1 Sheffield United laugardag kl 17:30
Stál í stál hér. Chelsea hefur verið að spila vel og eru með mjög vel mannað lið. Pulisic er líklega ein besti leikmaður deildarinnar. Sheffield eru ekki sama stál og þeir voru í fyrra. Sheffield eru líka mjög ólíklegir til að skora. Þar eru þrír markahæstir með eitt mark hvor. Held að Chelsea vinni þetta 3-1 og Werner er líklegur til að skora amk eitt.

 

West Ham United 4-1 Fulham laugardag kl 20:00
þetta er smá erfitt. Formannsframbjóðandi til LH er að drekkja fólki í einhveri West Ham þvælu á samfélagsmiðlum annars vegar og hinsvegar eru Fulham að spila alveg arfaleiðinlegan fótbolta. Mitrovic er ekki hrokkinn í gang almennilega hvað markaskorun varðar og hingað til hefur hreinlega ekki verið gaman að horfa á Fulham. En West Ham hafa þó verið skömminni skárri.
Í þessum leik skorar Yarmolenko eitthvað fáránlega flott mark og alsíringurinn Benrahama skorar amk 2. Haller skallar í stöng og Fulham fær 7 innköst á eigin vallarhelmingi í fyrri hálfleik.

 

West Bromwich Albion 0-3 Tottenham sunnudag kl 12:00
Talandi um leiðinleg lið …… Bestu leikmenn WBA á þessari leiktíð eru hinn 85 ára gamli Branslav Ivanovic og hinn tvítugi Conor Gallagher (einmitt, hver?) og þeir eru ekki nægilega góðir til að draga þennan vagn upp úr fallsæti. Tottenham eru með Gauja Þórðar heimsfótboltans við stjórnvölinn. Frábær þjálfari þegar hann var upp á sitt besta – en virðist ekki hafa náð að fylgja með né leiða breytingar/þróun fótbolta. Sko Gaui. Mourinho virðist vera að gera eitthvað gott – og þeir eru með einn albesta leikmann deildarinnar – SON. Og svo einhverja pésa í kring sem eru líka ágætir eins og Morgan Kane og Moura.

Leicester City 3-2 Wolverhampton sunnudag kl 14:00
þetta er athyglisverð viðureign. Tvö skyndisóknalið. Vek athygli fólks á Max Kilman, fyrrum footsal leikmaður. Frábærlega öruggur á boltann og góður varnarmaður. Þetta gæti orðið mjög taktískur leikur sem annaðhvort verður frábærlega gaman að horfa á -eða hundleiðinlegt. Ég hallast að því fyrra því að ég held að miðja Leicester leggi grunn að sigrinum.

Manchester City 0-2 Liverpool sunnudag kl 16:30
Alvöru slagur. Liverpool í nokkrum meiðslavandræðum – þeir sem koma í stað V4 eru einfaldlega mörgum klössum slakari – og það er ekki sama ró á vörninni og með hann á sínum stað. City hafa líka verið mistækir. Ef bæði lið eiga toppleik þá vinnur Liverpool 2-0. Haukur Ingi Guðnason skorar ekki. En Jota er líklegur og svo Firmino – þetta er nú einu sinni á útivelli

 

Arsenal 3-0 Aston Villa sunnudag kl 19:15

Arsenal hafa verið mistækir og virðast ekki vita alveg á hvaða sóknarmönnum eða hvaða leikkerfi þeir ætla að spila. Aston Villa hefur spilað langt yfir getu og eru mögulega að detta í sinn normal “neðri helmingstöflugír”. Held að Arsenal vinni 3-0.

 

 

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

 

Við elskum ykkur öll og vitum það að þið elskið hamborgarna okkar. Til að koma á móts við þá sem vilja gera vel við sig með borgurunum okkar og bestu frönskum í heiminum…. þá bjóðum við nú ALLA nautaborgara af matseðlinum okkar á 30% afslætti í take away !!! Hringdu inn pöntun eða kíktu við þegar þú átt erindi í Smáralind og við smellum borgurum í take away kassa og poka og þú ert „good to go“ og borðar þetta grímulaust heima 🙂
Pantaðu í síma 558 5500

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<