Útskrifarhelgi Reiðmannsins

  • 30. apríl 2024
  • Fréttir

Sigríðu Fjóla Viktorsdóttir stóð efst í Reiðmanninum II og er handhafi Reynisbikarsins

Útskriftarhelgi Reiðmannsins fór fram um helgina á vegum endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands

Tæplega 200 nemendur voru útskrifaðir úr námi í Reiðmanninum. Var útskriftarhelgin haldin í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskólans á Mið-Fossum í Borgarfirði og þétt dagskrá alla helgina.

Reynisbikarinn

Á laugardag kepptu nemendur sem höfðu náð bestu árangri í sínum hópum til úrslita og voru 12 nemendur í Reiðmanninum I og 9 nemendur í Reiðmanninum II. Nemendurnir og vel þjálfaðir hestar þeirra sýndu faglegar og vel undirbúnar sýningar. Dagskrá laugardagsins lauk með útskrift tæplega 130 nemenda í Reiðmanninum I og II sem stunduðu námið í vetur á 10 stöðum vítt og breytt um landið. Reynisbikarinn hlýtur sá er efstur stendur úr Reiðmanninum II og hampaði honum í ár Fjóla Viktorsdóttir á Prins frá Syðra-Skörðugili. Önnur úrslit voru eftirfarandi.

Úrslit Reiðmaðurinn I

Úrslit Reiðmaðurinn I
  1. Gréta Karlsdóttir, Hvammstanga á Brimdal frá Efri-Fitjum
  2. Rannveig Kramer, Mosfellsbæ á Rösk frá Litla-Hofi
  3. Tone Lien, Selfoss á Eldi frá Hjálmholti
  4. Birta Sigurðardóttir, Flúðir á Nótu frá Bræðratungu
  5. Gróa Baldvinsdóttir, Sprettur á Yl frá Ási 2
  6. Margrét Dögg Halldórsdóttir, Mosfellsbæ á Þokka frá Blesastöðum 1A
  7. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Hvammstanga á Tígli frá Böðvarshólum
  8. Ásbjörn Arnarsson, Selfoss á Rektori frá Melabergi
  9. Natalia Kaganskaia, Mið-Fossar á Glettu frá Borgareyrum
  10. Ólöf Rún Skúladóttir, Sprettur á Djásn frá Hveragerði
  11. Svava Kristjánsdóttir, Flúðir á Þöll frá Birtingaholti 1
  12. Linda Sif Níelsdóttir, Mið-Fossar á Kólubrún frá Nýjabæ
Úrslit Reiðmaðurinn II
  1. Fjóla Viktorsdóttir, Sauðárkrókur á Prins f Syðra -Skörðugili
  2. Magnús Karl Gylfason, Sprettur á Tígli frá Birkihlíð
  3. Hjálmar Þór Ingibergsson, Akranes á Þrennu frá Öxnholti
  4. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Sauðárkrókur á Væntingu frá Hlíð
  5. Steinunn Guðbjörnsdóttir, Sprettur á Hug frá Eystri-Hól
  6. Ólafur Guðmundsson, Akranes á Eldi frá Borgarnesi
  7. Sigfríður Halldórsdóttir, Sauðárkrókur á Frá frá Skefilstöðum
  8. Ragnheiður Stefánsdóttir, Akranes á Hrafni frá Ferjukoti
  9. Dofri Hermannson, Sprettur á Grásu frá Syðri-Gegnishólum

Úrslit Reiðmaðurinn II

Reiðmannsmót

Á sunnudag var Reiðmannsmótið haldið á útivelli hestamiðstöðvarinnar á Mið-Fossum í glaða sólskini og voru í heildina 120 skráningar. Dagskráin var þétt þennan dag og stóð mótið yfir frá klukkan 9 til 18. Á mótinu kepptu meðal annars 50 nemendur í Keppnisnámi Reiðmannsins ásamt nemendum í Reiðmanninum I og II. Mótið tókst gríðarlega vel og nemendur voru vel undirbúnir og einbeiting og gleði skein úr hverju andliti. Keppt var í 6 flokkum, og riðin 10 úrslit í  fjórgangi V5 og V2, tölti T7 og T3, fimmgangi F2 og slaktaumatölti T4.

Úrslit Reiðmannsmótsins

Tölt T3 1. flokkur

1 Anna Dóra Markúsdóttir Stöð frá Bergi, Snæfellingur 7,17
2 Ólafur Guðmundsson Eldur frá Borgarnesi, 7,06
3-4 Brynja Viðarsdóttir Gáta frá Bjarkarey, Sprettur 6,61
3-4 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Sól frá Kirkjubæ Rauður/milli-stjörnótt Sprettur 6,61
5 Berglind Sveinsdóttir Tvistur frá Efra-Seli Sleipnir 6,44

Tölt T4 1. flokkur

1 Katrín Von Gunnarsdóttir Dáti frá Húsavík, Þjálfi 6,96
2-3 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli, Geysir 6,38
2-3 Bryndís Guðmundsdóttir Villimey frá Hveragerði, Sleipnir 6,38
4 Orri Arnarson Tign frá Leirubakka, Geysir 6,21
5 Guðrún Margrét Steingrímsdóttir Eyjasól frá Litlu-Brekku, Léttir 6,04
6 Viktoría Ösp Jóhannesdóttir Fálki frá Helgustöðum, Glæsir 4,75

Tölt T7 2. flokkur

1 Bryndís Gylfadóttir Stormur frá Birkihlíð Dreyri 6,50
2 Solveig Pálmadóttir Eyvi frá Hvammi III Sleipnir 6,33
3 Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir Venus frá Efri-Brú, Sprettur 6,25
4 Sveinbjörn Guðjónsson Viðja frá Vorsabæjarhjáleigu, Sleipnir 5,92
5-6 Birta Berg Sigurðardóttir Nóta frá Bræðratungu, Jökull 5,83
5-6 Þórunn Helga Sigurðardóttir Tignar frá Egilsstaðakoti, Sprettur 5,83

Fjórgangur V2 1. flokkur

1 Anna Dóra Markúsdóttir Mær frá Bergi, Snæfellingur 7,10
2 Jón Bjarni Þorvarðarson Burkni frá Miðhúsum, Snæfellingur 6,80
3 Magnús Karl Gylfason Birting frá Birkihlíð, Dreyri 6,13
4 Sigurlín F Arnarsdóttir Jóra frá Herríðarhóli, Geysir 5,97
5 Berglind Ágústsdóttir Framsýn frá Efra-Langholti, Jökull 5,77

Fjórgangur V5 2. flokkur

1 Eva-Lena Lohi Draumur frá Hvammstanga, Þytur 6,42
2 Solveig Pálmadóttir Eyvi frá Hvammi III, Sleipnir 6,21
3 Guðrún Hanna Kristjánsdóttir Vænting frá Hlíð, Skagfirðingur 6,12
4 Margrét Dögg Halldórsdóttir Þokki frá Blesastöðum 1A, Hörður 6,04
5 Camilla Munk Sörensen Lukka frá Fagranesi, Skagfirðingur 5,79
6 Rósa Björk Jónsdóttir Mói frá Vatnshömrum, Borgfirðingur 5,62

Fimmgangur F2 1. flokkur

1 Greta Brimrún Karlsdóttir Brimdal frá Efri-Fitjum, Þytur 6,62
2 Jón Bjarni Þorvarðarson Hrollur frá Bergi, Snæfellingur 6,40
3 Theódóra Þorvaldsdóttir Snædís frá Forsæti II, Sprettur 6,17
4 Sigurlín F Arnarsdóttir Hraunar frá Herríðarhóli, Geysir 5,79
5 Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir Náttdís frá Rauðabergi, Ljúfur 5,50
6 Halldór P. Sigurðsson Muninn frá Hvammstanga, Þytur 4,88

Fjölmargir aðilar tóku þátt í útskriftarhelgi Reiðmannsins og þegar helgin stóð sem hæst voru tæplega 200 manns á svæðinu. Veðrið lét við nemendur og gesti allan tímann og allur aðbúnaður á Mið-Fossum var til fyrirmyndar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar