Arður frá Brautarholti og afkomendur

Eiðfaxi heldur áfram að rifja upp atriði Stóðhestaveislunnar og nú er komið að heiðurshesti sýningarinnar en það var Arður frá Brautarholti og mætti hann sjálfur ásamt afkvæmum.
Sigurður V. Matthíasson var knapi á Arð og var virkilega gaman að sjá klárinn 20 vetra og ennþá í fullu fjöri.
Afkomendurnir sem fylgdu honum voru ríkjandi íslandsmeistararnir Kopar frá Fákshólum, knapi Jakob S. Sigurðsson, og Sölvi frá Stuðlum, knapi Haukur Baldvinsson og einnig komu fram þeir Özur frá Ásmundarstöðum, knapi Birgitta Bjarnadóttir og Vísir frá Kagaðarhóli, knapi Páll Bragi Hólmarsson.
Fleiri myndbönd frá Stóðhestaveislunni
- Opnunaratriðið
- Kalmann frá Kjóastöðum og Tolli frá Ólafsbergi
- Kunningi frá Hofi og Bláfeldur frá Kjóastöðum
- Bræðurnir Vonandi og Rúrik frá Halakoti
- Viljar frá Auðsholtshjáleigu og Salómon frá Efra-Núpi
- Afkvæmi Óskasteins frá Íbishóli
- Vigur frá Kjóastöðum 3 og Vigri frá Bæ
- Tveir frá Hjarðartúni
- Top Reiter, sigurlið Meistaradeildarinnar
- Snæfinnur frá Hvammi og Kolgrímur frá Breiðholti
- Sigur frá Stóra-Vatnsskarði og Ísak frá Þjórsárbakka
- Synir Arkar frá Stóra-Hofi