52 börn taka þátt í haustreiðnámskeiði

  • 28. september 2020
  • Fréttir

Mynd: Heimasíða Ljúfs

Á heimasíðu hestamannafélagsins Ljúfs berast góðar fréttir af haustreiðskóla sem fram fer á Bjarnastöðum í Ölfusi en um 9 vikna námskeið er að ræða.

52 börn eru skráð til leiks og mæta þau 1x í viku í 120 mín í senn. Lögð er áhersla á að börnin umgangist öll dýrin á Bjarnastöðum af virðingu, læri að undirbúa hrossin fyrir reiðtímann og verði tillitssamir hestamenn og -konur.

Kennslan fer fram á Bjarnastöðum þar sem eru til staðar hestar, reiðtygi, reiðgerði, inniaðstaða, fínar reiðleiðir og auðvitað Cora Claas sem er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Við erum mjög glöð yfir þeim frábæru móttökum sem þetta nýja verkefni hefur fengið, sem börn frá Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn, Selfossi og Reykjavík taka þátt í.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar