Hin hliðin – Kristín Lárusdóttir
Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn, í síðustu viku skoraði Eysteinn Leifsson á Kristínu Lárusdóttir að sýna okkur hina hliðina.
Kristín tók að sjálfsögðu þessari áskorun.
Fullt nafn: Kristín Lárusdóttir
Gælunafn: Kristín Lár
Starf: Tamningarmaður og lífstílsbóndi
Aldur: 49
Stjörnumerki: Fiskur
Hjúskaparstaða: Gift
Uppáhalds drykkur: Ískalt íslenskt vatn
Uppáhalds matur: Grillaður ærvöðvi með mexicoostarjómasósu
Uppáhalds matsölustaður: Systrakaffi
Hvernig bíl áttu: Ford 350 og Landcruiser
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Pass
Uppáhalds tónlistarmaður: Robbie Williams og Chris Martin
Fyndnasti Íslendingurinn: Spaugstofan
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Toblerone, Mars og Nóa kropp
Þín fyrirmynd: Pabbi minn Lárus Valdimarsson
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Siggi Sig, hann vinnur alltaf á yfirferðinni
Sætasti sigurinn: HM í Herning 2015 þegar ég vann gull í tölti, held að ég toppi það aldrei
Mestu vonbrigðin: Þegar Diddi vann mig í tölti á Íslandsmóti 2015 eftir uppröðun dómara og hann var valinn í landsliðið. Ég hefndi mín síðar 😉
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Ekki séns að ég nenni að fylgjast með því, fínt að sjá mörkin í íþróttafréttunum
Uppáhalds lið í enska boltanum: Held með því liði sem er að vinna, það hvarlar nú ekki að mér að eyða tímanum í það að sitja og glápa á einhverja karla á Englandi hlaupa á eftir tuðru. Fínt að sjá mörkin í íþróttafréttunum
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Fá Þokka minn aftur í frumtamningu, hann kenndi mér svo margt.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Vá það eru svo margir krakkar efnilegir og flottir. Þau hafa svo mörg tækifæri í dag, bæði varðandi reiðkennslu og keppni. Í gamla daga þegar ég var ung var reiðskóli í eina viku á ári og 2 mót, firmakeppni og gæðingamót. En hverjum finnst sinn fugl fagur og auðvitað finnst mér dóttirin hún Svanhildur flottust 🙂
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hef aldrei verið mikið fyrir fegurðarsamkeppni
Besti knapi frá upphafi: Á Diddi ekki flesta Íslandsmeistaratitlana og Jói Skúla heimsmeistaratitlana
Besti hestur sem þú hefur prófað: Stroka frá Laugardælum, hefði verið gaman að fá að vera með hana lengur
Uppáhalds staður á Íslandi: Leiðin upp með Eldvatni í Meðallandi. Kyrrðin og fegurðin er engu lík, falin náttúruperla og geggjuð reiðleið
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Athuga hvort vekjaraklukkan sé ekki örugglega stillt
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já,með öðru auganu td. körfubolta. ps. held ekki með KR
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Ensku, sem betur fer hefur það skánað
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum, því miður hefur það versnað 🙂
Vandræðalegasta augnablik: Reyni nú að gleyma þeim sem fyrst, en hef einu sinni verið dæmd úr keppni. Það var ekki gaman að labba út af vellinum með hestinn í taumi.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Olil, Berg og Brand minn. Brandur myndi smíða eitthvað til að koma okkur af eyjunni. Bergur og Olil sæju um það að ég yrði ekki svöng. Þau eru svo miklir veiðimenn og gera frábæran mat. Væri samt fínt að vera á eyjunni þar til Covid væri búið
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Elska að keyra bílinn þegar ég er nýbúin að bóna hann og þrífa
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Hjördís Rut Jónsdóttir , það er alveg ótrúlegt hvað það getur oltið út úr henni vitleysan og bullið 😉
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Myndi spyrja Brynjar Níelssen hvort hann væri á eitthverju. Nei bara grín.
Ég tilnefni Jóhann Magnússon bónda á Bessastöðum skeiðsnilling.
Hin hliðin – Eysteinn Leifsson
Hin hliðin – Lilja Pálmadóttir
Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir