Einn af þeim albestu hestum sem ég hef setið á

  • 5. apríl 2021
  • Fréttir

Sigurður Vignir Matthíasson og Gustur frá Grund. Mynd: Eiríkur Jónsson

Sigurður Vignir Matthísson segir frá eftirminnilegum hrossum í Eiðfaxa Vetur

Eiðfaxi Vetur mun berast til áskrifenda beint eftir páska, stútfullur af skemmtilegum viðtölum og umfjöllunum. Á meðal efnis er viðtal við Sigurð Vigni Matthíasson eða Sigga Matt, þar sem kappinn rifjar upp kynni sín af eftirminnilegum gæðingum í gegnum tíðina, enda mörg snilldarhross sem hann hefur sýnt á sínum ferli. Eitt af þeim hrossum sem Siggi segir frá er stóðhesturinn Gustur frá Grund sem er mörgum eftirminnilegur, ekki síst knapa sínum frá fyrri tíð.

„Gustur er einn af þeim albestu hestum sem ég hef setið á. Ég kynntist Gusti, 1996, en ég vann þá á stóðhestastöðinni á Gunnarsholti. Það var opið hús hjá okkur snemma um haustið/veturinn. Og eigandi Gusts, Halldór P. Sigurðsson, er þar og spyr hvort ég sé ekki til í að koma norður og prófa hann. Við feðgar skelltum okkur í það og var þetta sérstakur dagur en það var ofboðslega fallegt veður, mjög kalt og sólin hátt á lofti. Fyrst fékk ég að sjá hann í reið en síðan prufaði ég hann, – þetta var ævintýralegt. Það var svo mikið fjör í hestinum, léttur á taumi og mikið viljugur. Ég man þegar ég set hann á brokk, fyrst hægt og síðan eyk ég hraðann að fyrst sá ég bara hnéin síðan sá ég allan hófinn það var svo mikil spyrna í honum.“

Eftirminnileg hross Sigga Matt og ýmislegt fleira í Eiðfaxa Vetur. Tryggðu þér þína áskrift að Eiðfaxa hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar