Aðalheiður sigurvegari fjórgangsins

  • 26. janúar 2023
  • Fréttir
Lið Ganghesta/Margrétarhofs stigahæst eftir fyrstu greinina.

Keppnistímabilið er formlega hafið en keppni í fjórgangi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er lokið. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sló í gegn í fjórgangnum á hesti sínum Flóvent frá Breiðstöðum og stóðu þau uppi sem sigurvegarar kvöldsins með 8,20 í aðaleinkunn. Þau voru efst eftir forkeppni og eftir fetið í úrslitum tóku þau nokkuð afgerandi forustu sem þau undirstrikuðu á stökki þegar þau hlutu 9,0 og 9,5 frá tveimur dómurum.

Signý Sól Snorradóttir, ungmenni og nýliði í deildinni, einungis 18 ára og yngsti keppandi deildarinnar, endaði í öðru sæti. Ekki amaleg byrjun það! Þriðja endaði Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli með 7,40, Ragnhildur Haraldsdóttir endaði í fjórða sæti á Úlfi frá Mosfellsbæ og Hans Þór Hilmarsson í því fimmta og Þorgeir Ólafsson í sjötta sæti en þeir sátu feðgana Fák og Vák.

Stigahæsta lið kvöldsins var lið Ganghesta/Margrétarhofs með 58,5 stig, í öðru sæti endaði lið Auðsholtshjáleigu með 56,5 stig og í þriðja er lið Hjarðartúns með 52 stig.

Mikil stemming var í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli og höfðu margir knapar orð á því hversu gaman væri að ríða loksins fyrir fullri höll en samkvæmt formanni Meistaradeildarinnar voru 600 manns í húsinu. Áhorfendur voru greinilega ánægðir með úrslitin en mikið var klappað á milli atriða og á meðan hestar og knapar sýndu listir sínar. Mikil stemming og vel lukkað kvöld hjá Meistaradeildinni.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður kvöldsins

Fjórgangur – A úrslit – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 8,20
2 Signý Sól Snorradóttir Kolbeinn frá Horni I 7,60
3 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli 7,40
4 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,37
5 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak 7,30
6 Þorgeir Ólafsson Vákur frá Vatnsenda 7,23

Liðakeppni
Ganghestar/Margrétarhof 58,5 stig
Auðsholtshjáleiga 56,5 stig
Hjarðartún 52 stig
Hestvit/Árbakki 46,5 stig
Þjóðólfshagi/Sumarliðabær 32 stig
Top Reiter 22,5 stig
Hrímnir/Hest.is 19,5 stig
Storm Rider/Austurkot 12,5 stig

Fjórgangur – Forkeppni – Niðurstöður
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum 7,90
2 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,43
3-4 Þorgeir Ólafsson Vákur frá Vatnsenda 7,23
3-4 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli 7,23
5 Signý Sól Snorradóttir Kolbeinn frá Horni I 7,20
6 Hans Þór Hilmarsson Fákur frá Kaldbak 7,17
7 Helga Una Björnsdóttir Bylgja frá Barkarstöðum 7,13
8-9 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 7,10
8-9 Hinrik Bragason Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 7,10
10 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 7,00
11-12 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási 6,93
11-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sigur frá Laugarbökkum 6,93
13-14 Teitur Árnason Auðlind frá Þjórsárbakka 6,90
13-14 Ásmundur Ernir Snorrason Stimpill frá Strandarhöfði 6,90
15 Viðar Ingólfsson Þormar frá Neðri-Hrepp 6,83
16 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Snót frá Laugardælum 6,80
17-19 Sigurður Sigurðarson Leikur frá Vesturkoti 6,70
17-19 Þórdís Inga Pálsdóttir Blængur frá Hofsstaðaseli 6,70
17-19 Hákon Dan Ólafsson Hátíð frá Hólaborg 6,70
20-21 Hafþór Hreiðar Birgisson Hraunar frá Vorsabæ II 6,67
20-21 Matthías Kjartansson Aron frá Þóreyjarnúpi 6,67
22 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík 6,60
23 Konráð Valur Sveinsson Seiður frá Hólum 6,53
24-25 Páll Bragi Hólmarsson Vísir frá Kagaðarhóli 6,17
24-25 Arnar Bjarki Sigurðarson Adam frá Reykjavík 6,17

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar