Æskulýðssýning Geysis

  • 30. apríl 2024
  • Tilkynning

Frá æskulýðssýningu Geysis árið 2018

Á degi Íslenska hestsins þann 1. maí mun hestamannafélagið Geysis standa fyrir Æskulýðssýningu líkt og síðustu ár. 

Hestamannafélagið Geysis hefur staðið fyrir virkilega öflugu starfi í vetur og nú er komið að hinni árlegu Æskulýðssýningu Geysis en hún verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu þann 1. maí kl. 11:00.

„Á sýningunni koma fram yfir 100 börn á aldrinum 3 – 18 ára sem munu sýna okkur brot af því sem þau hafa lært í vetur undir leiðsögn reiðkennara sinna. Námskeiðin í vetur hafa verið gríðarlega fjölbreytt s.s. keppnisnámskeið, almennt reiðnámskeið, hindrunarstökksnámskeið, hestafimleikar og hestafjör. Við í Geysi erum verulega stolt af þessum öfluga hópi og greinilegt að framtíðin er björt fyrir hestamennsku í Rangárvallasýslu. Frítt er inn og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest!“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna HÉR.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar