Atferli og aðbúnaður hesta á húsi

  • 15. nóvember 2022
  • Fréttir

Mynd tengist fréttinni ekki beint

Fyrirlesturinn er opinn öllum

Miðvikudaginn 16. nóvember klukkan 20:00 í veislusal TM reiðhallarinnar mun fræðslunefnd Fáks kynna fræðslustarf vetrarins.

Eftir kynningu Fræðslunefndar mun Sigtryggur V. Herbertsson fagstjóri hjá RML fjalla um aðbúnað og atferli hesta á húsi. Það skiptir máli við hvernig aðbúnað hross búa, t.d. varðandi rýmisþarfir, félagsskap, útisvæði, loftræsting og undirburður verða til umfjöllunar og er fólk hvatt til rökræðna við fyrirlesarann um málefnið.

Frítt inn og allir velkomnir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar