„Bæði með norðurlandamót og heimsmeistaramót í huga“

  • 24. janúar 2020
  • Fréttir
Viðtal við Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfara

Ég er mjög stoltur, þetta er hörkuhópur. Alvöru knapar allt saman eins og gefur að skilja. Auðvitað eru fyrir utan hópinn einhverjir sem mættu vera þarna líka, en einhversstaðar þarf maður að skera niður. Manni er sniðin stakkur“  Sagði Sigurbjörn Bárðarson eftir að hafa tilkynnt um landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum.

Þá segir Sigurbjörn frá því að hann eigi eftir tvö sæti ef hann vill bæta knöpum við. Í hópnum eru 22 knapar þar af 18 sem Sigurbjörn, ásamt Arnari Bjarka Sigurðssyni aðstoðarþjálfara, völdu í liðið. Fjórir knapar eiga sæti í landsliðinu þar sem þeir eru ríkjandi heimsmeistarar.

Norðurlandamótið er að mörgu leyti frábrugðið Heimsmeistaramótum og höfum við í gegnum tíðina reitt okkur á hesta sem staðsettir eru á meginlandi evrópu og segir Sigurbjörn að það sé líklegt að svo verði áfram.

Við eigum ekki þann hestaflota að við getum fórnað á hverju ári bestu hestarnir. Það tekur sinn toll að senda 14-15 hesta annað hvert ár úr landi, því um er að ræða topp keppnishesta. Uppistaðan í liðinu verða því líklega hestar staddir erlendis.“

Þá segir Sigurbjörn að landsliðið sé einnig valið með HM 2021 í huga.

Margir af þessum knöpum stefna að því að vera í þrönga hópnum, eða endanlegum hópi sem fer á HM 2021. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið tvö ár eru bara fljót að líða. Sá sem er ekki með hestinn núna hann er á hálum ís. Knapar eru með svo mikil langtímamarkmið og markmiðasetningar eins og íþróttin á að vera byggð uppá. Það er orðið sjaldgæft að það komi einhverjir smellir á síðustu stundu inn eins og gerðist í gamla daga. Það er þessi uppbygging sem hefur skilað íþróttinni á þann stað sem hún er í dag.“

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar