Besti tími ársins í 150 m. skeiðinu

  • 21. júlí 2022
  • Fréttir
Niðurstöður úr fyrri umferðinni í kappreiðunum

Fyrri umferðin í kappreiðunum fór fram í kvöld á Íslandsmótinu en seinni umferðin er kl. 10:00 á laugardaginn. Það voru góðar aðstæður og náðust góðir tímar, sérstaklega í 150 m. skeiðinu en Sigurbjörn Bárðason og Vökull frá Tunguhálsi II náðu besta tíma ársins eða 13,97 sek.

Fljótastir 250 m. voru þeir Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II en þeir voru á 21,63 sek. Það var gaman að sjá þá Sigurstein Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ en þeir fóru einungis annan sprettinn og voru með næst besta tímann 21,82 sek.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr fyrri umferðinni en farnir voru tveir sprettir.

Skeið 250m P1 – Niðurstöður fyrri umferð 
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 21,63
2 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 21,82
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 22,51
4 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Villingur frá Breiðholti í Flóa 22,65
5 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 22,82
6 Hinrik Bragason Púki frá Lækjarbotnum 22,89
7 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 22,90
8 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 22,99
9 Benjamín Sandur Ingólfsson Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 23,00
10 Daníel Gunnarsson Eining frá Einhamri 2 23,93
11 Hanna Rún Ingibergsdóttir Birta frá Suður-Nýjabæ 24,19
12 Þorvaldur Logi Einarsson Skíma frá Syðra-Langholti 4 24,78
13-16 Sigurður Baldur Ríkharðsson Hrafnkatla frá Ólafsbergi 0,00
13-16 Hans Þór Hilmarsson Jarl frá Þóroddsstöðum 0,00
13-16 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 0,00
13-16 Árni Sigfús Birgisson Dimma frá Skíðbakka I 0,00

Skeið 150m P3 – Niðurstöður fyrri umferð
Sæti Knapi Hross Tími
1 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 13,97
2 Teitur Árnason Styrkur frá Hofsstaðaseli 14,46
3 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,48
4 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá Hólum 14,63
5 Árni Björn Pálsson Seiður frá Hlíðarbergi 14,64
6 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 14,78
7 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 14,78
8 Auðunn Kristjánsson Sæla frá Hemlu II 14,81
9 Konráð Valur Sveinsson Tangó frá Litla-Garði 14,94
10 Guðmar Freyr Magnússon Brimar frá Varmadal 14,97
11 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 15,18
12 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 15,19
13 Árný Oddbjörg Oddsdóttir Þröm frá Þóroddsstöðum 15,31
14 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal 15,41
15 Sigrún Högna Tómasdóttir Funi frá Hofi 15,62
16 Kristján Árni Birgisson Máney frá Kanastöðum 15,82
17 Daníel Gunnarsson Blævar frá Rauðalæk 15,86
18 Védís Huld Sigurðardóttir Flinkur frá Svarfhóli 16,39
19-23 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Ylfa frá Miðengi 0,00
19-23 Arnar Máni Sigurjónsson Frekja frá Dýrfinnustöðum 0,00
19-23 Þorgeir Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk 0,00
19-23 Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum 0,00
19-23 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar