Borgfirðingar í góðum gír

  • 13. júní 2021
  • Fréttir

Kolbrún Katla fékk 8,83 í einkunn í úrslitum. Mynd frá því á Íslandsmóti 2020

Gæðinga – og úrtökumót Borgfirðings fór fram í gær í Borgarnesi. Borgfirðingar halda Fjórðunsgmót á heimavelli í sumar og það er ljóst að þeir ætla sér að vera vel ríðandi þar og keppa um titla.

Forkur frá Breiðabólstað hlaut hæsta einkunn í forkeppni í A-flokki, 8,57 knapi hans er Flosi Ólafsson. Þytur frá Skáney stóð þó efstur í A-úrslitum með 8,59 í einkunn en Forkur mætti ekki til úrslita. Melódía frá Hjarðarholti og Elín Magnea Björnsdóttir unnu B-flokk með 8,68 í úrslitum.

Í barnaflokki sigraði Embla Moey Guðmarsdóttir á Skandal frá Varmalæk 1 með 8,77 í einkunn í úrslitum, glæsileg einkunn hjá henni.

Kolbrún Katla Halldórsdóttir vann unglingaflokk með himinháa einkunn hvorki meira né minn en 8,83 í úrslitum. Hún sýndi hryssuna Sigurrós frá Söðulsholti.

Í B-flokki ungmenna stóð efst Arna Hrönn Ámundadóttir á Hrafni frá Smáratúni með 8,25 í einkunn.

Öll úrslit í Borgfirðingi

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar