Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts BYKO slaktaumatöltið á fimmtudag í Equsana-deildinni

  • 1. mars 2021
  • Fréttir

Takið frá fimmtudaginn 4 mars. Næsta mót í Áhugamanndeild Sprett, Equsana deildinni 2021 eru BYKO slaktaumatöltið.

Eitt mest spennandi mót vetrarins verður á n.k. fimmtudaginn 4 mars þegar knapar í Equsana deildinni 2021 keppa í slaktaumatölti.  Í ár er öllum fimm knöpum liðsins heimilt að keppa í greininni en þrjár efstu einkunnir hvers liðs teljast til stiga.

Keppnin verður sýnd beint á Alendis TV en einnig er okkur loks heimilt að hafa 200 áhorfendur á   Liðseigendur liðanna hafa fengið úthlutað þessum sætum og mega bjóða gestum með sér.

Ráslistar verða birtir á miðvikudagsmorgun.

BYKO er stoltur styrktaraðili slaktaumatöltsins í áhugamannadeild Spretts.

„BYKO er afar framarlega í því að bjóða vörur til bænda og hestamanna. Hjá BYKO færðu allt til hvers konar viðhalds húsa og til húsbygginga , jafnt til byggingu fjósa, reiðhalla og íbúðarhúsa. Auk þess selur fyrirtækið fjöldann allan af vörum beint til hestamanna. Það er hægt að fá fóður í fjölbreyttu úrvali, Kerchaert skeifur og mikið úrval járningarvara, girðingaefni og girðingarvörur frá Horizont og fleiri framleiðendum, snyrtivörur, spónaköggla og spæni ásamt fjölda annarra vara. Úrvalið er talsvert og sjón er sögu ríkari. Einnig má nefna það að afgreiðslutími verslana okkar er afar rúmur og því tilvalið fyrir viðskiptavini að kynna sér það vel. Verslanir okkar eru einnig staðsettar nærri stórum hestamannafélögum á Selfossi, Akureyri, Suðurnesjum og hér í Breiddinni. En þar er bara steinsnar til nokkurra stærstu hestamannafélaga landsins“, segir Árni Reynir Alfredsson markaðsstjóri BYKO af því tilefni.

„BYKO hefur frá upphafi tekið virkan þátt í deild áhugamanna og eru afar stoltir af því hvernig deildin hefur þróast og við óskum knöpum velfarnaðar í keppninni næsta fimmtudag og megi besta parið vinna. Einnig er þetta merkilegt mót að því leyti að nú mega áhorfendur horfa á deildina í salnum. Það er gríðarlegt gleðiefni“, segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður Áhugamannadeildarinnar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar