Dönsku ræktunarverðlaunin

  • 23. nóvember 2022
  • Fréttir

Hér tekur John Siiger Hansen við verðlaunum fyrir Ræktunarbú ársins í Danmörku 2022, Stutteri Guldbæk.

Ræktunarbú, kynbótaknapar og hross ársins í Danmörku.

Aðalfundur danska Íslandshestasambandsins fór fram um helgina. Kynbótanefnd sambandsins veitti verðlaun fyrir kynbótaknapa ársins, stóðhest ársins, hryssu ársins, ræktunarbú ársins og efsta hross í hverjum flokki, fætt í Danmörku.

Ræktunarbú ársins

Ræktunarbú ársins er Stutteri Guldbæk en fjögur hross voru sýnd í fullnaðardómi á árinu. Meðaltal hrossanna var 8,09.

Önnur bú sem voru tilnefnd var Stutteri Teland og Skovhuset Iceland Horses. 

Johan Siiger Hansen er ræktandinn í Stutteri Guldbæk. Sýnd voru fjögur hross í fullnaðardóm á árinu. Baltasar fra Guldbæk (8.27), Níels fra Guldbæk (8.12), Díva fra Guldbæk (8.05) og Natan fra Guldbæk (7.94).

Kynbótaknapi ársins:

Knapi ársins er Søren Madsen en hann sýndi 28 hross í Danmörku, 25 í fullnaðardóm. Meðaleinkunn fimm efstu hrossanna sem hann sýndi var 8,23 en þessi hross eru; Stormur from Lysholm 8.36, Góa from Skovhuset 8.33, Vísa from Efri-Brú 8,31, Hrannar from Skovhuset 8.07 og Kóngur from Teland 8.07.

Aðrir tilnefndir voru þeir Agnar Snorri Stefánsson og Sigurður Óli Kristinsson

Kynbótaknapi ársins í yngri flokkum

Knapi ársins í yngri flokkum er Henriette Hindbo en hún er 23 ára. Hún sýndi tvö hross á árinu; Dalvar Drottnari fra Toftedal sem hlaut 7,42 í aðaleinkunn og Jónínu fra Hindbo sem hlaut 7,76 í aðaleinkunn. Hún rekur sína eigin tamningastöð, kennir og er með litla ræktun.

Aðrar tilnefndar voru: Anne Kathrine Carlsen, Caroline Djernis og Jessica Hou Geertsen

Stóðhestur ársins:


DK2009100044  Helgnyr from Pegasus 

Helgnýr á fimm afkvæmi með fullnaðardóm og öll hafa þau hlotið fyrstu verðlaun, meðaltal aðaleinkunnar þeirra er 8,12. Töltið er besti eiginleiki afkvæma hans en öll hafa þau hlotið 8,5 – 9,0 fyrir eiginleikann.

Helgnýr sjálfur tók þátt í gæðingakeppninni á Norðurlandamótinu fyrir hönd danska landsliðsins. Hann er undan Garra frá Reykjavík (8,77) og Grein frá Sauðárkróki (8,23). Ræktandi Helgnýs er Guðbjörn Þrastarson og eigandi er Helgnýr I/S.

Hryssa ársins


DK2016200137  Goá from Skovhuset

Góa er 6 vetra gömul með góðan dóm en fyrir sköpulag hefur hún hlotið 7,99 og fyrir hæfileika 8,52. Góa er í eigu og ræktuð af Vivi og Svend-Jørn Guul.

Góa var flutt inn til Danmörku sem fyl í maganum á móðir sinni og átti frekar erfitt uppdráttar en móðir hennar slasaðist í flutningunum frá Íslandi og þurfti að framkvæma aðgerð á henni með Góu í maganum. Sem betur fer lifðu þær mæðgur það af og er Góa nú komin í ræktun og á von á sínu fyrsta folaldi í maí á næsta ári.

Hæsti fjögurra vetra danskfæddi stóðhesturinn

DK2018100150 Kóngur from Teland

Sköpulag: 8.49 Hæfileikar: 7.87 Aðaleinkunn: 8.07
F: Kleó frá Hofi
M: Samba fra Teland
Ræktandi: Steffi and Rune Svendsen
Eigandi: Steffi and Rune Svendsen

Engin fjögurra vetra meri var sýnd

Hæsti fimm vetra danskfæddi stóðhesturinn

DK2017100190 Storm wall from Lysholm

Sköpulag: 8.14 Hæfileikar: 8.48 Aðaleinkunn: 8.36
F: Skinfaxi from Lysholm
M: Tindra from Tyrevoldsdal
Ræktandi: Lis Lysholm Falck / Karina Sloth
Eigandi: Lis Lysholm Falck

Hæsta fimm vetra danskfædda hryssan

DK2017200277 Dagný from Ulbæk

Sköpulag: 7.91 Hæfileikar: 8.34 Aðaleinkunn: 8.19
F: Gjafar frá Hvoli
M: Díva fra Ulbæk
Ræktandi: Stald Ulbæk v. Sus Ulbæk
Eigandi: Stald Ulbæk v. Sus Ulbæk

Hæsti sex vetra danskfæddi stóðhesturinn: (tveir jafnir)

DK2016100459 Húni from Stutteri Sonne

Sköpulag: 8.24 Hæfileikar: 8.30 Aðaleinkunn: 8.28
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Glæða frá Vesturkoti
Ræktandi: Marianne Sonne
Eigandi: Marianne Sonne, Jens Peter Sonne and Nanne Lykke Graff

DK2016100029 Ágúst from Eyfjörd

Sköpulag: 8.45 Hæfileikar: 8.18 Aðaleinkunn: 8.28
F: Ágústínus frá Melaleiti
M: Drottning frá Eystra-Fróðholti
Ræktandi: Søren Erik Pedersen
Eigandi: Sven Olaf Berk

Hæsta sex vetra danskfædda hryssan

DK2016200137 Góa from Skovhuset

Sköpulag: 7.99 Hæfileikar: 8.52 Aðaleinkunn: 8.33
F: Arion frá Eystra-Fróðholti
M: Særún frá Sauðárkróki
Ræktandi: Skovhuset Icelandsheste v. Vivi Guul and Sven-Jørn Guul
Eigandi: Skovhuset Icelandsheste v. Vivi Guul and Sven-Jørn Guul

Hæsti 7 vetra og eldri danskfæddi stóðhesturinn.


DK2015100058 Demantur from Stutteri Friis

Sköpulag: 7.87 Hæfileikar: 7.72 Aðaleinkunn: 7.78
F: Bláskjár frá Kjarri
M: Dimm frá Kjarna
Ræktandi: Henriette Hedegaard and Anders Ove Jørgensen
Eigandi: Henriette Hedegaard and Anders Ove Jørgensen

Hæsta 7 vetra og eldri danskfæddi hryssan.

DK2015200392 Sólheima-Gríma from Hørslev

Sköpulag: 8.40 Hæfileikar: 7.89 Aðaleinkunn: 8.07
F: Grímur frá Efsta-Seli
M: Sól från Sundsberg
Ræktandi: Betina Pedersen
Eigandi: Gitte Fast Lambertsen

 

Myndir og upplýsingar: Islandshest.dk

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar