Draumahesturinn, stór og mjúkur alhliðahestur sem nennir að vinna

  • 3. apríl 2021
  • Fréttir

Friðrik Snær Friðriksson hugar að hrossum. Mynd: Aðsend

Friðrik Snær Friðriksson, 14 ára knapi í viðtali í Eiðfaxa Vetur

Eiðfaxi Vetur mun berast til áskrifenda beint eftir páska og efnistökin að venju fjölbreytt. Vakri-Skjóni er á sínum stað og meðal efnis þar er er viðtal við ungan og efnilegan hestamann, Friðrik Snæ Friðriksson. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Suðursveit í Hornafirði og hefur, þrátt fyrir miklar vegalengdir, keppt í Meistaradeild æskunnar í Reykjavík í vetur.

Þetta er ómetanlegur skóli að fá að taka þátt í svona deild, þetta heldur honum við efnið við að þjálfa og æfa og með góðri hjálp er þetta hægt. Mamma og pabbi styðja vel við þetta verkefni og sjá um að keyra á mót með hest og knapa og allt sem því fylgir – og reiðkennararnir Ómar og Jasmina á Horni, Bjarney Jóna og Siggi Sig hjálpa honum öll við að mæta vel undirbúinn til leiks á keppnisdag. En svo fær hann líka endalausa hjálp frá vini sínum Pálma Guðmundssyni sem hann kann vel að meta. Friðrik er með skýra sín um framtíðina og stefnir að því að verða alíslenskur hrossabóndi og tamningarmaður þegar hann er orðinn stór. Spurður út í draumahestinn þá er hann stór, mjúkur alhliðahestur sem nennir að vinna en Friðriki finnst fátt skemmtilegra en að æfa sig í að hleypa á skeið.

Vakri-Skjóni og ýmislegt fleira í Eiðfaxa Vetur. Tryggðu þér þína áskrift að Eiðfaxa hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<