Eigendur útigangshrossa á flóðasvæðum hafi varann á

  • 18. janúar 2023
  • Fréttir
Almannavarnanefnd fundaði vegna föstudagslægðarinnar

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar í gær vegna mögulegrar hláku á föstudaginn en flestar ár á Suðuarlandi eru ísi lagðar.

Eru eigendur útigangshrossa á þekktum flóðasvæðum beðnir að huga að því hvort efni séu til að koma þeim á hærra land fari svo að ár ryðji sig.

Enn er nokkur óvissa um framgang veðurspárinnar en aðgerðastjórn verður kölluð saman til upplýsingafundar síðdegis á á fimmtudag þar sem nýjustu veðurspár verða yfirfarnar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar