Eitt hross með 10 fyrir samstarfsvilja

  • 15. september 2021
  • Fréttir

Alls hlutu þrettán hross einkunnina 9,5 fyrir samstarfsvilja í ár hér á landi og eitt hross einkunnina 10. Meðalaldur þessara hrossa er 6,69 ár. Af þessum fjórtán hrossum eru þrír stóðhestar. Níu þeirra hlutu einkunnina á vorsýningu og fimm á síðsumarssýningu.

Ein hryssa hlaut 10 fyrir vilja og geðslag en það var gæðingshryssan Þrá frá Prestsbæ. Þrá var sýnd af Þórarni Eymundssyni. Þrá er 7 vetra og fyrir hæfileika hlaut hún 8,71, fyrir sköpulag 8,53 og í aðaleinkunn 8,65. Hún hlaut 10 fyrir samstarfsvilja og 9,5 fyrir tölt, greitt stökk og fegurð í reið. Ræktendur og eigendur Þráar eru þau Inga og Ingar Jensen. Þrá er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Þóru frá Prestsbæ sem er undan Orra frá Þúfu í Landeyjum og Þoku frá Hólum.

Hringur frá Gunnarsstöðum I og Skýr frá Skálakoti eiga báðir tvö afkvæmi í hópnum. Maístjarna frá Naustum II og Sandra Líf frá Álfhólum er undan Hring og Bylgja frá Bæ og Katla frá Hemlu II eru undan Ský.

Alls hlutu 13 hross einkunnina 9,5 fyrir samstarfsvilja í ár og eitt 10,0.

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Einkunn
Þrá Prestsbæ Þórarinn Eymundsson 10
Bylgja Barbara Wenzl 9,5
Dís Ytra-Vallholti Bjarni Jónasson 9,5
Happadís Strandarhöfði Ásmundur Ernir Snorrason 9,5
Heiður Eystra-Fróðholti Teitur Árnason 9,5
Kamma Sauðárkróki Þórarinn Eymundsson 9,5
Kastor Garðshorni á Þelamörk Konráð Valur Sveinsson 9,5
Katla Hemlu II Árni Björn Pálsson 9,5
Maístjarna Naustum III Barbara Wenzl 9,5
Rjúpa Þjórsárbakka Teitur Árnason 9,5
Sandra Líf Álfhólum Sara Ástþórsdóttir 9,5
Silfurskotta Sauðanesi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 9,5
Sólfaxi Herríðarhóli Árni Björn Pálsson 9,5
Toppa Gröf Flosi Ólafsson 9,5

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar