,,Er sem betur fer ekki í alfaraleið“

  • 15. apríl 2020
  • Fréttir

Líney María og Þróttur frá Akrakoti Mynd: Sabine Stuewer

Líney María Hjálmarsdóttir stundar tamningar og hrossarækt að Tunguhálsi II í Lýtingsstaðahrepp í Skagafirði. Eiðfaxi heyrði í henni á dögunum og spurði hana út í ástandið í Covid-19 og hvernig hún liti á framhaldið í sumar.

Ég held að það sé rífandi gangur í Skagafirði miðað við ástandið… annars fer maður ekki neitt og er ég nú ekki í alfaraleið sem betur fer“. Segir Líney og er greinilega með húmorinn á réttum stað eins og alltaf, en hvernig lýst henni á komandi sumar og hver er hennar tilfinning fyrir Landsmóti og kynbótasýningum. „Fyrir Landsmóti þá held ég að það verði erfitt að halda það og þá sérstaklega fjárhagslega og er það ekki stemmingin sem fólk er að leita eftir þegar það fer á Landsmót en ég held að hún hljóti að verða með minna móti í ár sökum ástandsins. Þetta er ekkert sérstaklega spennandi en svona er staðan bara núna og við verðum að taka því, þetta er ekki í eina skiptið sem þurft hefur að fresta Landsmóti. Mér finnst hinsvegar með kynbótasýningar að það eigi nú að vera hægt að halda þær, ef að fólk hefur á annað borð efni á að skrá hest á þær. Það eru bara breyttir tímar og fólk ekki með endalausan pening á milli handanna að svo stöddu.“

 

En þá vindum við talinu að hrossakosti á Tunguhálsi er ekki einhverjar spennandi vonarstjörnur þar að finna. „Ætli það séu ekki fimm hross sem koma upp í hugann í fljótu bragði en það eru Hetja, sem er undan Sæ frá Bakkakoti og Heklu frá Tunguhálsi 2, Sirius, undan Skýr frá Skálakoti og Tign frá Tunguhálsi 2, Tími, undan Óðni frá Eystra-Fróðholti og Rut frá Köldukinn, Hátíð, undan Spuna frá Vesturkoti og Hrund frá Reykjaflöt, Glanni undan Eldi frá Torfunesi og Þokkadís frá Varmlandi og svo stendur kóngurinn Þróttur frá Akrakoti alltaf fyrir sínu.“ Eiðfaxi þakkar Líney fyrir samtali og óskar henni velgengni í þeim störfum sem framundan eru í vor og sumar.

Líney María við reiðkennslu í Sviss ásamt tveimur ungum knöpum og hrossum frá Tunguhálsi 2

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<