Evert frá Slippen hlaut 10 fyrir tölt!

  • 19. júní 2021
  • Fréttir

Evert frá Slippen og Jóhann Rúnar

Evert frá Slippen hlaut hina fágætu einkunn 10,0 fyrir tölt á kynbótasýningu í Herning í Danmörku. Hann er 21 hrossið í sögunni sem hlýtur þessa frábæru einkunn. Sýnandi hans er Jóhann Rúnar Skúlason sem einnig ræktaði hestinn.

Evert er undan hinum þekkta töltara Hnokka frá Fellskoti og móðir hans er Líf fra Slippen sem er undan Garra frá Reykjavík og Andrá frá Skarði sem var undan Andvara frá Ey. Að baki honum standa því frábær tölthross sem koma heim og saman í Evert.

Evert hlaut einnig 9,5 fyrir hægt tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,59 fyrir hæfileika 8,60 og í aðaleinkunn 8,60.

Það er ekki ólíklegt að það styttist í að við sjáum Jóhann á þessum mikla gæðinga á keppnisbrautinni, til hamingju með frábæran gæðing.

Evert hlaut 9,0 fyrir höfuð,háls,herðar og bóga, hófa og prúðleika.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<