Flytja starfsemi sína að Kvistum

  • 14. október 2021
  • Fréttir

Hrossaræktarbúið Kvistir í Holta og Landsveit var sett á sölu í ágúst. Að Kvistum hafa verið ræktuð mörg frábær hross á undanförnum árum og áratugum og má þar fremstan nefna heiðursverðlaunastóðhestinn og A-flokks sigurvegarann Óm.

Eiðfaxi hafði heyrt eftir að eignin var tekin af sölu að Árni Björn Pálsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir væru nýjur eigendur. Í samtali við Eiðfaxa svaraði Árni Björn því ekki að þau væru nýjir eigendur en staðfesti að þau væru að taka við jörðinni og flytja starfsemi sína þangað.

Gunther Weber er og hefur verið eigandi Kvista frá stofnun bússins rétt fyrir aldamót. Síðan þá hafa þar starfað ýmsir tamningamenn og bústjórar en lengst af var það Kristjón L. Kristjónsson sem stýrði af honum tók við Ólafur Ásgeirsson og Åsa Ljungberg og síðan Sigvaldi Lárus Guðmundsson og Marta Gunnarsdóttir.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar