Föstudagspistill Hinna Sig

  • 30. október 2020
  • Fréttir
Hvernig á ég að æfa ?

Góðan daginn,
Undanfarnar vikur hafa verið alveg á fullu í hinum ýmsu verkefnum, og þrælskemmtilegar og lærdómsríkar að sjálfssögðu.
Sem sagt rock on…

Allavega, það er ein spurning sem ég er búinn að fá senda á tölvupósti nokkuð oft frá því að föstudagspistlarnir fóru að birtast.
Takk fyrir það by the way, geggjað gaman að fólk hefur áhuga og heyrir í mér til að velta fyrir sér hinum ýmsu málum, ég kann virkilega vel að meta það 🙂

Þar sem ég er að tala um hugarþjálfun og gagnsemi hennar alveg endalaust langar mig að reifa svarið aðeins hér.

Það er: Hvernig ég stunda hugarþjálfun á skipulegan hátt og hvað ég geri í alvörunni þegar ég er að því?

Það eru nokkrir punktar sem ég í fyrsta lagi hef undanfarin ár nýtt mér sjálfur, og hafa gagnast mér alveg ótrúlega mikið í minni eigin keppnismennsku í hestunum og ég nota svipað módel við að hjálpa skjólstæðingum mínum í öllum mögulegum íþróttum í sínum verkefnum.

Fyrir tímabil: (langt fyrir tímann sem frammistöðu er óskað)

Slökunarvinna (læra að slaka spennu og með æfingum lækka grunnvöðvaspennu líkamans).
Öndun (tækni við að anda rétt)
Markmiðavinna- vinna með að búa til góðar markmiðamyndir
Vinna með sjálfsmynd/sjálfsmat: finna styrkleika, veikleika og vinna með eigin gildi (hvernig vilt þú vera)
Hugleiðsla og einbeitning

Þegar nær dregur:

Æfa viðhorf og hegðun (ákveða hvaða stemning/hugarástand hentar fyrir verkefnið sem framundan er.
Búa til uppskrift að velgengni (æfing sem ég útskýri síðar, efni í sérpistil)
Sjá fyrir sér, spila aðstæðurnar (visiualize)
Búa til „trigger“ til þess að skapa rétt hugarástand.

„Á keppnisdegi“ þegar á reynir:

Nota slökun, og einbeita sér að réttum hlutum. (Einbeita sér að ferlinu en ekki útkomunni)
Anda rétt
Mantra (Líka efni í sérpistil)
Vinna með líkamstjáningu
Treysta á þjálfunina sem búið er að framkvæma (láta líkamann sjá um verkið og hugsa sem minnst um hvað á að gera)
Skemmta sér vel 🙂

Svo er það samantekt eftir að framkvæmd er lokið, að gefa feedback, greina hvað gekk vel og sleppa svo verkefninu til þess að slaka vel á.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi, en er góð formúla að því sem praktískt er gert í aðdraganda verkefna sem skipta máli, og þegar á hólminn er komið.
Sem sagt hugarþjálfun í praktík 🙂
👊👊👊

 

Góða helgi og ríðið vel
Hinni 🙂

 

 

Föstudagspistill 23. október

Föstudagspistill 16. október

Föstudagspistill 9. október

Föstudagspistill 2. október

Föstudagspistill 25. september

Föstudagspistill 18. september

Föstudagspistill 11. september

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<