Fræðslunefnd Fáks undirbýr næsta starfsár

  • 7. apríl 2020
  • Fréttir

Fræðslunefnd Fáks undirbýr nú næsta starfsár og hefur hug á því að hefja
tímabilið af krafti í september 2020.

Óskar nefndin því eftir umsóknum frá áhugasömum reiðkennurum sem hefðu
hug á því að kenna eða vera með sýnikennslu í Fáki á tímabilinu
september 2020 til maí 2021. Fyrirkomulagið getur verið margvíslegt,
allt frá dagsnámskeiði til viku- eða mánaðarlegra námskeiða yfir ákveðið
tímabil svo dæmi sé tekið.

Þá hefði nefndin einnig áhuga á að heyra frá öðru fagfólki í hrossarækt
sem hefði áhuga á því að vera með fræðslu fyrir Fáksfélaga. Þeir
fræðslufundir sem voru haldnir í vetur voru mjög vel sóttir og áhugi
félagsmanna mikill um allt sem viðkemur hestamennskunni.

Tekið verður við umsóknum/fyrirspurnum á netfanginu
fraedslunefnd@fakur.is til og með 31.05.2020. Í umsókninni þarf að koma
fram um hvers konar námskeið eða fræðslu er að ræða.

Nefndin áskilur sér rétt til þess að velja og hafna umsóknum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar