Íslenskir hestar fluttir aftur til Íslands

  • 2. desember 2021
  • Fréttir
Stóðhesturinn Sporður frá Bergi er nú fáanlegur aftur til Íslands

Breyer Animal Creations® er bandarískt fyrirtæki sem gerir leikfanga líkön og safngripi af hestum. Þeirra fyrsta líkan af hesti, the #57 Western Horse, var frumsýnt árið 1950, og eftir það jókst eftirspurn eftir því að kaupa líkan af hestum og fyrirtækið fór að einblína á það. Í áraraðir hefur Breyer haldið stöðu sinni sem fyrirmyndar fyrirtæki sem leggur áherslu á gæði og að líkanin séu sem líkust fyrirmynd sinni.

Hver hestur er handgerður og er því enginn hestur nákvæmlega eins. Með hverju líkani af hesti er reynt að gera hestinn eins raunverulegan og eins líkan þeirri tegund sem hann er af, bæði hvað varðar beina og vöðvabyggingu sem og persónuleika og einnig er tekið tillit til litarins.

Sporður frá Bergi er eitt af líkönum fyrirtækisins en hann er afmælisútgáfa hjá fyrirtækinu sem nú er orðið 70 ára gamalt. Nú geta allir sem viljað eignast sinn eigin Sporð frá Bergi en nú þegar hefur hann verið fluttur til Íslands og er mættur aftur heim til sín á Berg. Sporður er þó ekki eini íslenski stóðhesturinn sem er fáanlegur hjá Breyer en þú getur einnig fengið þinn eigin Svala frá Tjörn

Á heimasíðu Breyer kemur fram að „Sporður sé rauðskjóttur íslenskur stóðhestur sem var fluttur frá Íslandi til Kentucky árið 2013. Sporður er alhliða stóðhestur með glæsilegar gangtegundir, ótrúlegar ættir á bakvið sig og vinalegan persónuleika. Íþrótta- og ræktunar stóðhestur, Sporður skilar sínum einstaka lit og sterku sköpulagi til afkvæma sinna í Bandaríkjunum og á Íslandi. Eins og pabbi sinn, hafa mörg afkvæmi hans hlotið fyrstu verðlaun, sem eru ein helsta viðurkenning sem kynbótahross geta hlotið, einkunnin byggir á sköpulagi og hæfileikum,“.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar