Fyrstu kynbótasýningu ársins lokið

  • 11. maí 2022
  • Fréttir

Þokka frá Pétursbergi. Mynd: Tobias Schiegl/ Easyflix.tv

Sýningin fór fram í Þýskalandi og hlutu 23 hross fullnaðardóm

Fyrsta kynbótasýning ársins, þar sem hross eru sýnd í reið, fór fram í Neuler í Þýskalandi á félagssvæði IPZV Sleipnis. Dómarar á sýningu voru Elsa Albertsdóttir og Marlise Grimm.

Alls voru 27 hross sýnd og þar af 23 í fullnaðardóm, 2 þeirra hlutu 1. verðlaun. Flest hrossin voru þýsk fædd en 10 hross eru frá Íslandi. Thorsten Reisinger sýnd flest hrossin eða 20 talsins.

Efstar á sýningunni voru þær Þokka frá Pétursbergi og Fjalladís vom Pfaffenbuck II en þær hlutu báðar í aðaleinkunn 8,19.

Þokka er undan Kjarna frá Þjóðólfshaga og Kveikju frá Háholti. Þokka er átta vetra og hlaut hún 8,27 fyrir sköpulag, sem var hæsta sköpulagseinkunn sýningarinnar, og 8,15 fyrir hæfileika. Þokka var sýnd af Catherina Müller.

Fjalladís er undan Vigni frá Syðra-Kolugili og Fjalla-Skjónu von der Krähenweide. Fjalladís hlaut 7,96 fyrir sköpulag og 8,31 fyrir hæfileika, sem var hæsta hæfileikaeinkunn sýningarinnar. Fjalladís var sýnd af Thorsten Reisinger.

Næsta kynbótasýning hefst síðan á morgun í St. Radegund í Austurríki en þar eru skráð 42 hross.

Fjalladís vom Pfaffenbuck Mynd: Easyflix.tv

 

Listi yfir hrossin á sýningunni

Hross á þessari sýningu S H Ae. Sýnandi
IS2014201062 Þokka frá Pétursbergi 8.27 8.15 8.19 Catherina Müller
DE2016284603 Fjalladís vom Pfaffenbuck II 7.96 8.31 8.19 Thorsten Reisinger
IS2015187984 Bjarmi frá Vorsabæ II 8.25 7.79 7.95 Thorsten Reisinger
DE2015284539 Skálda vom Pfaffenbuck II 8.02 7.89 7.94 Thorsten Reisinger
IS2013186701 Lögur frá Leirubakka 8.02 7.87 7.92 Thorsten Reisinger
IS2015157802 Mökkur frá Varmalæk 8.04 7.85 7.92 Thorsten Reisinger
DE2015122614 Sera von Heyden 8.11 7.79 7.9 Thorsten Reisinger
DE2015284568 Náttdís vom Pfaffenbuck II 7.92 7.87 7.89 Thorsten Reisinger
DE2014284479 Sabína vom Pfaffenbuck II 7.79 7.88 7.85 Thorsten Reisinger
DE2015173944 Viðar von Möllenbronn 7.78 7.84 7.82 Anna-Alice Kesenheimer
DE2014273461 Mækja vom Burrishof 7.79 7.8 7.8 Thorsten Reisinger
DE2010273621 Pæja vom Burrishof 7.99 7.69 7.8 Thorsten Reisinger
DE2014210547 Kolfreyja vom Hülbehof 7.81 7.76 7.78 Thorsten Reisinger
DE2016273632 Eldstjarna vom Burrishof 7.78 7.72 7.74 Thorsten Reisinger
DE2017184282 Þrumari vom Pfaffenbuck II 7.86 7.66 7.73 Thorsten Reisinger
DE2013273357 Randafluga vom Burrishof 8.03 7.54 7.71 Thorsten Reisinger
DE2013273789 Kæti vom Burrishof 7.9 7.59 7.7 Thorsten Reisinger
DE2012243224 Álfadís vom Bruchtal 8.04 7.47 7.67 Thorsten Reisinger
DE2015173480 Sleipnir vom Burrishof 7.81 7.46 7.58 Thorsten Reisinger
IS2015201356 Miska frá Óskarshóli 7.84 7.38 7.54 Thorsten Reisinger
IS2016286010 Særún frá Stóra-Hofi 7.54 7.15 7.28 Laura Messana
IS2014281097 Rúna frá Holtsmúla 1 7.59 6.92 7.16 Dr. Patricia Bauderer
IS2014277273 Gleði frá Horni I 7.53 6.95 7.15 Laura Messana
DE2017173238 Fengur von Vordal 7.66 Daniela Kraus
IS2015286139 Hofsá frá Ármóti 7.91 Thorsten Reisinger
DE2018173011 Prins von Dinkelberg 7.98 Daniela Kraus
IS2012184882 Smári frá Strandarhjáleigu 8.25 Thorsten Reisinger

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar