Gísli og Mette eru ræktendur ársins 2020

  • 12. desember 2020
  • Sjónvarp Fréttir

Gísli Gíslason og Mette Mannseth hrossaræktendur að Þúfum í Skagafirði eru hrossaræktendur ársins 2020. Þetta er í fyrsta skipti sem þau hljóta þessa útnefningu en þau hafa nokkrum sinnum áður verið á meðal tilnefndra aðila.

Af þessu tilefni tók Eiðfaxi viðtal við þau sem má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Árangur hrossa þeirra í ár er stórgóður og voru alls sýnd 12 hross frá búinu í fullnaðardómi og þá hlutu þær Kyrrð og Happadís frá Stangarholti heiðursverðlaun í ár.

 

Listi yfir hross frá Þúfum 2020

Nafn Aldur Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Sólon 7 8,51 9,11 8,90
Eygló 4 8,63 8,56 8,59
Stjörnuspá 7 8,67 8,32 8,45
Hannibal 5 8,54 8,37 8,43
Skálmöld 8 8,41 8,36 8,38
Happastjarna 6 8,58 8,21 8,34
Værð 7 8,49 8,10 8,24
Töfri 4 8,34 8,08 8,18
Magni 6 8,26 8,09 8,15
Sprengistjarna 6 8,33 7,95 8,08
Stjörnudís 5 8,60 7,73 8,04
Þúfa 8 8,21 7,89 8,01

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<