Hæsti sköpulagsdómur ársins

  • 24. ágúst 2021
  • Fréttir

Pensill frá Hvolsvelli Ljósmynd/Úrvalshestar

Pensill frá Hvolsvelli hlaut hæstu sköpulagseinkunn ársins í kynbótadómi þegar hann var sýndur á Vorsýningu á Sörlastöðum af Elvar Þormarssyni.

Pensill hlaut hvorki meira né minna en 8,98 og þar af 10,0 fyrir prúðleika, 9,5 fyrir bak og lend og samræmi og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga. Hann er 6.vetra gamall undan Ölni frá Akranesi og Hörpu-Sjöfn frá Hvolsvelli og er fæddur og í eigu þeirra Ásmundar Þórs Þórissonar og Helgu Friðgeirsdóttur. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,32 og þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Þrettán hross hér á landi hlutu 8,70 eða hærra fyrir sköpulag í ár og eru það 11 stóðhestar og 2 hryssur. Þau hross má sjá hér fyrir neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð

 

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn
Pensill Hvolsvelli Elvar Þormarsson 8.98 8.32 8.55
Hersir Húsavík Helga Una Björnsdóttir 8.82 8.34 8.51
Hávaði Haukholtum Daníel Jónsson 8.8 8.33 8.5
Gandi Rauðalæk Guðmundur Friðrik Björgvinsson 8.79 8.45 8.57
Seðill Árbæ Árni Björn Pálsson 8.79 8.62 8.68
Glæsir Þorlákshöfn Ásmundur Ernir Snorrason 8.78 8.16 8.38
Þyrnirós Rauðalæk Guðmundur Friðrik Björgvinsson 8.76 8.37 8.51
Hervar Innri-Skeljabrekku Jakob Svavar Sigurðsson 8.74 8.16 8.37
Þyrnirós Ragnheiðarstöðum Jakob Svavar Sigurðsson 8.74 8.11 8.33
Sindri Lækjamóti II Ísólfur Líndal Þórisson 8.74 8.02 8.28
Magni Stuðlum Árni Björn Pálsson 8.74 8.4 8.52
Söngur Stóra-Ási Gísli Gíslason 8.72 7.87 8.17
Ágústínus Jaðri Helga Una Björnsdóttir 8.71 8.28 8.43

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar