Hæstu einkunnir ársins í slaktaumatölti á Íslandi

  • 17. september 2020
  • Fréttir

Aðalheiður og Óskar eiga hæstu einkunn ársins í tölti T2 mynd: Bjarney Anna Þórsdóttir

Nú þegar keppnistímabilinu hér á landi er lokið er ráð að taka saman 10 hæstu einkunnir ársins í hverri keppnisgrein og aldursflokki og er þá miðað við einkunn í forkeppni. Það er hæsta einkunn hjá hverju pari sem gildir.

Núna tökum við fyrir hæstu einkunnir ársins í slaktaumatölti T2 og T4.

Í tölti T2 opnum flokki er það Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem á hæstu einkunn ársins á Óskari frá Breiðstöðum en þau hlutu 8,63 í einkunn á Reykjavíkurmeistaramótinu. Í T2 í ungmennaflokki eru það Glódís Rún Sigurðardóttir á Glymjanda frá Íbishóli og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Prins frá Skúfslæk sem hlutu 7,10 í einkunn.

Hanna Rún Ingibergsdóttir á hæstu einkunn ársins í T4 á Hörpu frá Engjavatni en hún er 7,03 á Reykjavíkurmeistaramóti. Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum á hæstu einkunn ársins í ungmennaflokki en þau hlutu 7,20 í einkunn.

Í unglingaflokki er það Hekla Rán Hannesdóttir sem á hæstu einkunn ársins 7,10 á Þoku frá Hamarsey sem hún náði á Íslandsmóti barna og unglinga á Selfossi.

Tölt T2 – Opinn flokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum 8,63 Reykjavíkurmeistaramót
2 Jakob Svavar Sigurðsson Vallarsól frá Völlum 7,83 Reykjavíkurmeistaramót
3 Jakob Svavar Sigurðsson Kopar frá Fákshólum 7,70 Opið síðsumarsmót Spretts
4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Brynjar frá Bakkakoti 7,67 Reykjavíkurmeistaramót
5 Anna Björk Ólafsdóttir Eldey frá Hafnarfirði 7,63 Opið síðsumarsmót Spretts
6 Snorri Dal Engill frá Ytri-Bægisá I 7,53 Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla
7 Edda Rún Guðmundsdóttir Spyrna frá Strandarhöfði 7,50 Íþróttamót Spretts 2020
8 Eygló Arna Guðnadóttir Nýr Dagur frá Þúfu í Landeyjum 7,37 Reykjavíkurmeistaramót
9 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Skál frá Skör 7,30 Íþróttamót Sleipnis
10 Guðmundur Björgvinsson Ópera frá Litla-Garði 7,23 Reykjavíkurmeistaramót

 

Tölt T2 – Ungmennaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli 7,10 Reykjavíkurmeistaramót
2 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Prins frá Skúfslæk 7,10 Reykjavíkurmeistaramót
3 Sigríður Vaka Víkingsdóttir Vaki frá Hólum 6,73 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
4 Thelma Dögg Tómasdóttir Bósi frá Húsavík 6,60 Reykjavíkurmeistaramót
5 Ólöf Helga Hilmarsdóttir Katla frá Mörk 6,60 Reykjavíkurmeistaramót
6 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti 6,57 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
7 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Óskar frá Draflastöðum 6,43 Reykjavíkurmeistaramót
8 Arnar Máni Sigurjónsson Geisli frá Miklholti 6,43 Reykjavíkurmeistaramót
9 Bergey Gunnarsdóttir Strengur frá Brú 6,33 Reykjavíkurmeistaramót
10 Bjarney Anna Þórsdóttir Spuni frá Hnjúkahlíð 6,33 Reykjavíkurmeistaramót

 

Tölt T4 – Opinn flokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Hanna Rún Ingibergsdóttir Harpa frá Engjavatni 7,03 Reykjavíkurmeistaramót
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson Doktor frá Dallandi 7,00 Reykjavíkurmeistaramót
3 Páll Bragi Hólmarsson Sigurdís frá Austurkoti 6,83 Reykjavíkurmeistaramót
4 Guðmundur Karl Tryggvason Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku 6,80 Opið Haustmót Léttis 2020
5 Eygló Arna Guðnadóttir Nýr Dagur frá Þúfu í Landeyjum 6,77 Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla
6 Jóhann Ólafsson Nóta frá Grímsstöðum 6,73 Íþróttamót Spretts 2020
7 Lea Schell Palesander frá Heiði 6,63 Reykjavíkurmeistaramót
8 John Sigurjónsson Ófeigur frá Þingnesi 6,60 Reykjavíkurmeistaramót
9 Katrín Ósk Kristjánsdóttir Höttur frá Austurási 6,53 Íþróttamót Sleipnis
10 Glódís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum 6,53 Áhugamannamót Íslands

 

Tölt T4 – Ungmennaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,20 Íþróttamót Geysis
2 Ólöf Helga Hilmarsdóttir Katla frá Mörk 7,10 Opið síðsumarsmót Spretts
3 Arnar Máni Sigurjónsson Geisli frá Miklholti 7,03 Opið síðsumarsmót Spretts
4 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli 6,57 Íþróttamót Geysis
5 Elín Þórdís Pálsdóttir Ópera frá Austurkoti 6,50 Íþróttamót Geysis
6 Kristín Hrönn Pálsdóttir Gaumur frá Skarði 6,30 Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla
7 Thelma Dögg Tómasdóttir Bósi frá Húsavík 6,30 Íþróttamót Geysis
8 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Straumur frá Hríshóli 1 6,20 Opið síðsumarsmót Spretts
9 Bergey Gunnarsdóttir Strengur frá Brú 6,17 Opið íþróttamót Borgfirðings
10 Arndís Ólafsdóttir Júpiter frá Magnússkógum 6,10 Opið íþróttamót Borgfirðings

T4 – Unglingaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Hekla Rán Hannesdóttir Þoka frá Hamarsey 7,10 Íslandsmót barna og unglinga
2 Elín Þórdís Pálsdóttir IÓpera frá Austurkoti 7,07 Reykjavíkurmeistaramót
3 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,00 Reykjavíkurmeistaramót
4 Glódís Líf Gunnarsdóttir Magni frá Spágilsstöðum 6,90 Íslandsmót barna og unglinga
5 Benedikt Ólafsson Bikar frá Ólafshaga 6,87 Reykjavíkurmeistaramót
6 Júlía Kristín Pálsdóttir Miðill frá Flugumýri II 6,57 Íslandsmót barna og unglinga
7 Þórgunnur Þórarinsdóttir Taktur frá Varmalæk 6,50 Íslandsmót barna og unglinga
8 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Björk frá Lækjamóti 6,37 Íslandsmót barna og unglinga
9 Selma Leifsdóttir Hrafn frá Eylandi 6,37 Íslandsmót barna og unglinga
10 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Polka frá Tvennu 6,37 Íslandsmót barna og unglinga

Tölt T4 – Barnaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli 6,53 Reykjavíkurmeistaramót
2 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti 6,13 Reykjavíkurmeistaramót
3 Viktor Óli Helgason Þór frá Selfossi 6,03 Reykjavíkurmeistaramót
4 Elva Rún Jónsdóttir Kraka frá Hofsstöðum, Garðabæ 5,77 Reykjavíkurmeistaramót
5 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Gjafar frá Hæl 5,63 Reykjavíkurmeistaramót
6 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Alexía frá Miklholti 4,57 Reykjavíkurmeistaramót

 

Birt með fyrirvara um að öll mót ársins hafi borist.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar