Hafnarfjarðarmeistaramótið gefur góð fyrirheit um tímabilið

  • 10. maí 2021
  • Fréttir

Hanna Rún og Grímur voru efst í tölti - Hér í keppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum

Hafnarfjarðarmeistaramótið fór fram um helgina og þótti takast vel.  Keppt var hinum ýmsu greinum og flokkum. Hestakostur var góður sem gefur góð fyrirheit um baráttuna sem framundan er í sumar.

Í meistaraflokki dreifðust sigrar sanngjarn á milli keppenda.

Í fimmgangi stóð efstur Viðar Ingólfsson á Starkari frá Egilsstaðakoti með einkunnina 7,33. Fjórganginn vann Hulda Gústafsdóttir á Sesari frá Lönguskák með 7,43 í einkunn. Hinrik Bragason og Kveikur frá Hrísdal náðu í efsta sætið í slaktaumatölti með 7,83 í einkunn og í töti var það Hanna Rún Ingibergsdóttir á Grími frá Skógarási sem vann með 7,83 í einkunn.

Árni Björn Pálsson og Snild frá Laugarnesi hlutu hæstu einkunn í gæðingaskeiði 6,96 og Benjamín Sandur og Fáfnir frá Efri-Rauðalæk voru fljótastir í 100 metra skeiði á tímanum 7,92 sekúndur.

Hér fyrir ofan eru einungis rakin úrslit í meistaraflokki en öll úrslit mótsins má skoða með því að smella á skjalið hér fyrir neðan.

Hafnarfjarðarmeistarmót 2021 – Heildarniðurstöður

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar