Hestamennirnir í landinu – Bjarki Fannar Brynjuson

  • 1. apríl 2020
  • Fréttir

Hestamennirnir í landinu er liður sem var áður í tímaritum Eiðfaxa en hefur nú verið færður á vefinn. Tilgangurinn með honum er að kynnast hluta af því fólki sem myndar heim hestamanna. Allir fá sömu átta fyrirfram ákveðnu spurningarnar. Næsti viðmælandi er Bjarki Fannar Brynjuson.

 

Fullt nafn og hestamannafélag:

Bjarki Fannar Stefánsson og ég er í hestamannafélaginu Hring á Dalvík

Hvað er þitt eftirminnilegasta atvik tengt hestamennsku?

Þau eru nokkur en ætli eftirminnilegasta atvikið sé ekki þegar ég reið forkeppni í tölti og unglingaflokk á Dúkkulísu frá Þjóðólfshaga á landsmótinu á Hólum 2016.

Af hverju stundar þú hestamennsku?

Ég hef stundað hestamennsku og verið í kringum hesta frá því ég man eftir mér. Það jafnast ekkert á við það að ríða á góðum hesti

Besti hestur sem þú hefur riðið?

Ég hef prófað marga góða hesta en ef ég þarf að velja einn ætli það sé þá ekki Þytur frá Narfastöðum 

Besti stóðhestur sem uppi hefur verið?

Þeir eru margir góðir en ætli það sé ekki Kveikur frá Stangarlæk

Fimm ræktunarhryssur að eigin vali?

Það er erfitt að velja en ætli það yrði ekki Álfadís frá Selfossi, Þerna frá Arnarhóli, Þrá frá Prestbæ, Sending frá Þorlákshöfn og Vaka frá Narfastöðum

Hvað skiptir máli í ræktun?

Rækta framfallega, sjálfberandi gæðinga sem allir geta riðið 

Eftirminnilegasta landsmótið?

Landsmótið í víðidal 2018, svakalega mikið af góðum hestum bæði í kynbótadómi og í gæðingakeppninni

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar