Hestamennirnir í landinu – Jósef Valgarð Þorvaldsson

  • 30. mars 2020
  • Fréttir

Hestamennirnir í landinu er liður sem var áður í tímaritum Eiðfaxa en hefur nú verið færður á vefinn. Tilgangurinn með honum er að kynnast hluta af því fólki sem myndar heim hestamanna. Allir fá sömu átta fyrirfram ákveðnu spurningarnar. Jósef Valgarð Þorvaldsson er næstur í röðinnni

Fullt nafn og hestamannafélag:

Jósef Valgarð – Ekkert

Hvað er þitt eftirminnilegasta atvik tengt hestamennsku?

Það er nú það. Ætli ég nefni ekki sem eitt eftirminnilegasta atvikið þegar ég, 12 ára gamall, fór einsamall ( eftir smá leiðsögn hvar best væri að fara ) ríðand að heiman yfir að Hvítárbakka til að gerast hestasveinn/aðstoðarmaður við tamningar hjá Reyni Aðalsteinssyni

Af hverju stundar þú hestamennsku?

Hestamennska er lífsstíll

 Besti hestur sem þú hefur riðið?

Það fer nú eftir því við hvað er miðað. Ég nefni Jörmuna frá Sveinatungu, Glanna frá Hrafnhóli, Stjarna frá Svignaskarði og Gust frá Hóli. Á að miða við minninguna, upplifunina eða hæsta hæfileikadóminn. En samkvæmt þessum þremur viðmiðum er það Gustur frá Hóli

Besti stóðhestur sem uppi hefur verið?

Það get ég ekki fullyrt neitt um. En þeir tveir sem reynst hafa okkar ræktun einna best eru Bleikblesi frá Vallanesi og Höfða-Gustur og einn sá vanmetnasti stóðhestur landsins er Blossi frá Sauðárkróki.

Fimm ræktunarhryssur að eigin vali?

Við ræktum hér Sveinatunguhross og erum nokkuð sjálfhverf í þeirri ræktun; svo að upp í hugann koma hryssur sem myndu henta þeirri ræktunarstefnu og eru ennþá í folaldseign.

Hvíta-Sunna frá Sauðárkróki, Sending frá Enni, Skálmöld frá Þúfum, Skriða frá Bergi og Vök frá Skálakoti

Hvað skiptir máli í ræktun?

Gleði og að sjálfsögðu árangur

Eftirminnilegasta landsmótið?

Ætli að það sé ekki 1970 fyrsta landsmótið sem ég tók þátt í.

Jósf Valgarð Þorvaldsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar