Hilmir frá Sauðárkróki fallinn

  • 2. desember 2020
  • Fréttir

Hilmir frá Sauðárkróki er fallinn 28.vetra gamall. Þetta kemur fram á facebook síðu eiganda hans Thorsten Reisinger.

Hilmir var fæddur árið 1992 en ræktandi hans er Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki. Faðir Hilmis er Ófeigur frá Flugumýri og móðir hans Herva frá Sauðárkróki sem var undan Gáska frá Hofsstöðum og Hervöru frá Sauðárkróki.

Hillmir var fyrst sýndur árið 1997 af Eiríki Guðmundssyni á vorsýningu Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti hlaut hann þá 8,30 fyrir sköpulag, 7,93 fyrir hæfileika og 8,11 í aðaleinkunn. Hlaut hann m.a. 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og bak og lend.

Hilmir frá Sauðárkróki og Eiríkur Jónsson árið 1997 ljósmynd: Eiríkur Jónsson

Árið 1998 sýndi Þórður Þorgeirsson hann á vorsýningu í Gunnarsholti og einnig á Landsmótinu á Melgerðismelum. Það árið hlaut hann m.a. 9,5 fyrir skeið.

Hilmir var fluttur út til Þýskalands árið 2002. Hæst dæmda afkvæmi hans er Hafsteinn vom Pfaffenbuck II  með 8,42 í aðaleinkunn.

Mynd: Thorsten Reisinger

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar