Hin hliðin – Eysteinn Leifsson

  • 7. október 2020
  • Fréttir

Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn, í síðustu viku skoraði Mette Mannseth á Eystein Leifsson að sýna okkur hina hliðina.

Eysteinn tók að sjálfsögðu þessari áskorun.

 

 

Fullt nafn: Eysteinn Leifsson

Gælunafn: Ekkert

Starf: Hestamaður

Aldur: 50 ára

Stjörnumerki: Sporðdreki

Hjúskaparstaða: Giftur

Uppáhalds drykkur: Eðal rauðvín

Uppáhalds matur: Grillað hrossakjöt

Uppáhalds matsölustaður:  Allur matur sem hún Guðleif mín eldar fyrir mig

Hvernig bíl áttu: Ford 350

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Dominos körfuboltakvöld

Uppáhalds tónlistarmaður: Margir góðir, sértaklega íslenskir

Fyndnasti Íslendingurinn:  Laddi ótrúlegur húmoristi og gert svo marga ódauðlegar persónur.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, snickers og daim kúlur

Þín fyrirmynd: Þær eru svo margar, jákvætt hugarfar og góð framkoma heillar mig

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Enginn sérstakur

Sætasti sigurinn: að eiga góða að fjölskyldu og vini

Mestu vonbrigðin:   Velti mér ekki mikið uppúr því

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Snæfell

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Væri nú gaman að eiga Hrímni frá Hrafnagili þegar hann var upp á sitt besta, Björn eigandi sýndi þessum hesti mikinn sóma og enn eftirminnilegt þegar þeir komu fram.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Mjög margir efnilegir knapar sem við eigum í dag, erfitt að draga einn fram finnst mér.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Reynir Örn Pálmason þegar hann er einbeittur og rekur útúr sér tunguna

Besti knapi frá upphafi: Út frá árangri nefni ég tvo Sigurbjörn Bárðarson fyrir hans einstaka árangur og Jóhann R. Skúlason fyrir sínar eftirminnilegu töltsýningar á heimsmeistaramótum

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Minn gamli keppnishestur Hugur frá Mosfellsbæ

Uppáhalds staður á Íslandi: Við Breiðafjörð

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bursta tennurnar

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist mikið með öðrum íþróttum sérstaklega körfu og fótbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Í svo mörgu

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Frímínútum

Vandræðalegasta augnablik: Sumum fannst það vandræðalegt þegar Sigurbjörn Bárðarson fór fram úr mér á Oddi frá Blönduósi í tölkeppni sem var ekki þekktur fyrir mikið rými  „læturðu mig fara fram úr þér á Oddi“ sagði Diddi :-)))

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki með Ágúst bónda á Sauðanesi hann er vanur að bjarga sér á afskekktum stöðum auk þess sem hann væri líklegur til að byggja fley úr rekavið og koma okkur í land, tæki Reyni Örn Pálmason til að hjálpa honum og Bjarna Jónasson við gætum séð um að láta eins og hálfvitar á meðan.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Læt aðra um að meta það

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Eljan og áhuginn í Ingimari Sveinssyni nágranna mínum kominn vel á tíræðis aldur

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Hefði verið til í að setjast í kaffi með Sr. Alex Fergusson fyrrum stjóra United og spyrja hvernig fórstu að þessu?

 

 

Ég tilnefni  Kristínu Lárusdóttir

 

 

Hin hliðin – Mette Mannseth

Hin hliðin – Lilja Pálmadóttir

Hin hliðin – Teitur Árnason

Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir

Hin hliðin – Hulda G. Geirsdóttir

Hin hliðin – Hjörvar Ágústsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar