Hin hliðin – Jóhann Rúnar Skúlason
Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn. Síðast skoraði Svavar Hreiðarsson á Jóhann Rúnar Skúlason tamningamann, ræktanda og margfaldan heimsmeistara í hestaíþróttum að sýna okkur hina hliðina.
Það stóð ekki á svörum hjá Jóhanni og hér fyrir neðan eru svörin hans.
Fullt nafn: Jóhann Rúnar Skúlason
Gælunafn: Sumir gefa sér það leyfi að kalla mig Jóa Skúla
Starf: Ég er alhliða hestamaður, tamningamaður, ræktandi, kennari!
Aldur: 51 árs
Stjörnumerki: Vatnsberi
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Uppáhalds drykkur: Fer eftir aðstæðum. Á morgnanna er það til dæmis kaffi en ef ég er úti að skemmta mér er það ekki kaffi.
Uppáhalds matur: Eldhús mamma og eldhús pabbi
Uppáhalds matsölustaður: Ég fer aldrei út að borða – Get ekki svarað segi bara eitthvað gott frá mömmu og pabba
Hvernig bíl áttu: Ég á þrjá bíla Porsche Cayenne, BMW 330 og Chevrolet Camaro 1969 sem er algjör vígagræja og það sem meira er við erum jafn gamlir.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin í fótbolta og Meistaradeildin í hestaíþróttum missi aldrei af keppniskvöldi.
Uppáhalds tónlistarmaður: Þeir eru margir en ef ég þarf að velja einn er það Freddie Mercury
Fyndnasti Íslendingurinn: Eysteinn Leifsson, hef oft hlegið að honum!
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hef aldrei borðað bragðaref þannig ég segi Pass
Þín fyrirmynd: Foreldrar mínir
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Þeir sem fara ekki eftir fyrirmælum þular eru óþolandi
Sætasti sigurinn: 1999 þegar ég varð Heimsmeistari á Feng frá Íbishóli. Ásamt öllum þessum sigrum á Heimsmeistaramótum. Þykir líka mjög vænt um titil minn í fjórgangi í Berlín því það var í fyrsta skipti sem ég náði honum. Hef ekkert oft riðið fjórgangsúrslit á HM vegna þess að ég hef yfirleitt verið að spara fyrir töltið.
Mestu vonbrigðin: Þegar ég missti skeifu undan Hvin á HM 2007 það var hrikalega leiðinlegt.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Tindastóll
Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Það er ekki spurning, það er Kolskeggur frá Flugumýri. Út af honum eru komnir þvílíkir gæðingar kannski þeirra frægastur er Ófeigur frá Flugumýri. Ég var í sveit á Flugumýri sem barn og unglingur og kynntist þar mikið af reiðhestum undan Kolskeggi sem eru í minningunni algjörir gæðingar.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Það er erfitt að segja til um það. Mikið til af frábærum og efnilegum knöpum sem eiga framtíðina fyrir sér.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Vafalítið Rúna Einarsdóttir vinkona mín
Besti knapi frá upphafi: Ég myndi halda að það sé Gísli Gíslason. Hann er ennþá að vinna mót jafnt núna og fyrir þrjátíu árum og virðist alltaf ná að halda sér uppfærðum. Það er eitthvað mikið „touch“ í fingrunum á honum.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Það eru nokkrir hestar sem maður hefur verið í reiðtúr stoppað og stigið á baki horft á þá og hugsað Vá! Upp í hugann koma núna Garri frá Reykjavík og Evert frá Slippen.
Uppáhalds staður á Íslandi: Skagafjörður
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer með faðir vorið
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fótbolta og formúlu 1
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Stærðfræði
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum
Vandræðalegasta augnablik: Ég held að það þoli ekki að það komi fram á Eiðfaxa
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Guðbjörn Þrastarson, Högni Fróðason og Styrmir Snorrason.
Við værum líklega ekkert að flýta okkur að komast heim. Ég tala nú ekki um ef við værum með góða reiðhesta með í för.
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Að ég sé sá íslendingur sem er búinn að finna flesta heimsmeistaratitla í hestaíþróttum. Mér finnst það sturluð staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að ég er nú bara mjólkurfræðingur.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Það er Guðbjörn Þrastarson þvílíkt góðmenni og snillingur.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Mér langar rosalega að spjalla við hann afa minn, Jóhann Skúlason, sem fæddist 1866 og ég er ekki bara með eina spurningu heldur margar. Hann átti síðasta barnið sitt árið 1939 sem er pabbi minn.
Að lokum skora ég á Högna Fróðason að sýna á sér hina hliðina.
Hin hliðin – Svavar Hreiðarsson
Hin hliðin – Kristín Lárusdóttir
Hin hliðin – Eysteinn Leifsson
Hin hliðin – Lilja Pálmadóttir
Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir