Hringur verður í Vesturkoti í sumar

  • 25. maí 2020
  • Fréttir

Mynd: Aðsend

Hringur frá Gunnarsstöðum tekur á móti hryssum í allt sumar í Vesturkoti. Verð er 125.000 kr. með öllu.

Hringur er frábær keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur staðið í fremstu röð í töltkeppni síðustu ár þar sem hann hefur skorað yfir 8.00 í einkunn. Hann var sýndur fyrst fjögurra vetra gamall og hlaut strax fyrstu verðlaun en í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og vilja og geðslag (5 vetra).

Hann er undan Andvaradótturinni Ölmu Rún frá Skarði en öll sýnd afkvæmi Ölmu hafa hlotið fyrstu verðlaun. Faðir Hrings er heiðursverðlauna hesturinn Hróður frá Refsstöðum.

Hann gefur geðgóð, framfalleg afkvæmi með mikinn fótaburð.

Frekari upplýsingar: Þórarinn s:846 1575 og Hulda s: 698 7788 eða vesturkot@vesturkot.is.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar