Hrossaræktarsamtök styrkja félagsmenn

  • 28. september 2024
  • Fréttir
Niðurgreiða sýningargjöld kynbótahrossa

Hrossaræktarsamtök V-Húnavatnssýslu hafa ákveðið að veita hrossaræktendum í félaginu styrk fyrir hross sem þeir koma með í kynbótadóm. Veittur verður 10.000 kr. styrkur fyrir fyrsta fullnaðardóm hjá hrossi sem er ræktað af félagsmenni og í eigu félagsmanns þegar hrossið er dæmt. Er þeim sem vilja þiggja styrkinn bent á að hafa samband við Guðnýju í netfangið bessast@simnet.is ásamt kennitölu og reikningsnúmeri, fyrir 15. nóvember n.k.

Þetta eru ekki fyrstu hrossaræktarsamtökin sem taka upp á þessu en Hrossaræktarfélag Hrunamanna styrkti félagsmenn sína í fyrra. Var almenn ánægju með verkefnið og ákveðið að halda því áfram.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar