Hvað þýða breyttar reglur fyrir mótahald hestamanna?

  • 14. apríl 2020
  • Fréttir

Margir knapar bíða spenntir eftir því að komast á keppnisvöllinn að nýju

Á upplýsingafundi stjórnvalda sem fram fór nú í hádeginu voru næstu skref vegna Covid-19 veirunnar kynnt. Þann 4.maí næstkomandi verður samkomubanni breytt á þann hátt að í stað þess að hámarksfjöldi samkoma verði miðað við 20 einstaklinga, eins og nú er í gildi, verður þeim fjölgað í 50. Búist er við því að þessar takmarkanir gildi til þriggja vikna frá 4.maí.

Þá verða áfram takmarkanir á íþróttastarfi og verða íþróttaæfingar/leikir utandyra miðaðir við að hámarki fjóra einstaklinga. Líklegt er að þetta geti sett strik í reikninginn hvað varðar fyrstu mót ársins utandyra hjá hestamönnum og má vænta þess að hestamannafélög þurfi að endurskoða sýnar áætlanir um dagsetningar móta. Ljóst þykir að erfitt mun reynast að ljúka þeim innanhúsmótaröðum sem voru á dagskrá í vetur áður en tímabilið utandyra hefst.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<