Landsmót 2024 Hvor verður Sleipnisbikarhafinn Sjóður eða Jarl?

  • 28. júní 2022
  • Fréttir

Sjóður frá Kirkjubæ hefur náð lágmörkum til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi en hann á 53 sýnd afkvæmi og er með 124 stig í kynbótamati. Knapi: Teitur Árnason.

Fimm stóðhestar geta tekið á mótið heiðursverðlaunum á Landsmóti

Við uppfærslu á alþjóðlegu kynbótamati fyrir íslensk hross sem gerð var í gær varð ljóst hvaða stóðhestar hafa kost á að að hljóta afkvæmaverðlaun á Landsmóti hestamanna á Hellu. Átta stóðhestar hafa náð lágmörku til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi og fimm til heiðursverðlauna.

Sjóður frá Kirkjubæ og Jarl frá Árbæjarhjáleigu eru efstir í kynbótamati með 124 stig en hvor þeirra hampar hinum eftirsóknaverða Sleipnisbikar verður skorið úr með aukastöfum. Lesendur Eiðfaxa fá að vita hvor það verður von bráðar. Auk þeirra eru Trymbill frá Stóra-Ási (123 stig), Hrannar frá Flugumýri II (122 stig) og Eldur frá Torfunesi (119 stig) með lágmörk til heiðursverðlauna.

Jarl frá Árbæjarhjáleigu

Þeir hestar sem líklegir eru til að koma fram með afkvæma hóp og taka á móti heiðursverðlaunum á Landsmótinu

Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi Aldur Ae. Ae. án skeiðs Fj. afkv. m. fullnaðardóm
Sjóður frá Kirkjubæ 15 124 122 53
Jarl frá Árbæjarhjáleigu 15 124 117 51
Trymbill frá Stóra-Ási 17 123 112 50
Hrannar frá Flugumýri II 16 122 119 76
Eldur frá Torfunesi 15 119 112 50

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar