Íþróttaknapi ársins

  • 18. nóvember 2023
  • Fréttir
"Með frábæran heildar árangur í íþróttakeppni á árinu"

Íþróttaknapi ársins 2023 er Jóhanna Margrét Snorradóttir en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Jóhanna vann stóra sigra á árinu í tölti og fjórgangi með Bárð frá Melabergi en þau urðu heimsmeistarar Tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum ásamt því að vera þrefaldir Íslandsmeistarar. Jóhanna og Bárður standa efst á stöðulista í tölti á árinu. Jóhanna er með frábæran heildar árangur í íþróttakeppni á árinu 2023 og hlýtur nafnbótina Íþróttaknapi ársins.“

Aðrir tilnefndir:

Elvar Þormarsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Sara Sigurbjörnsdóttir
Teitur Árnason
Viðar Ingólfsson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar