Jakob vann gæðingalistina

  • 22. mars 2023
  • Fréttir

Hrefna og Jakob, sigurvegarar kvöldsins. Myndir: Brynja Gná Hreiðarsdóttir Bergmann

Niðurstöður frá gæðingalistinni í Vesturlandsdeildinni

Keppt var í gæðingalist í Vesturlandsdeildinni í kvöld í Borgarnesi. Tuttugu hestar voru skráðir til leiks og þar á meðal var einn villiköttur. Sá villiköttur var ekki af verri gerðinni en það var Jakob Svavar Sigurðsson á Hrefnu frá Fákshólum sem kom, sá og sigraði með 7,77 í einkunn. Listilega riðið hjá þeim Jakobi og Hrefnu og gaman að sjá hvað hryssan er langt komin í þjálfun einungis sex vetra.

Annar varð Guðmar Þór Pétursson á Sókrates frá Skáney en þeir áttu virkilega flotta og kraftmikla sýningu. Randi Holaker og Þytur frá Skáney enduðu í þriðja sæti, ekki fyrsta keppnin þeirra en alltaf gaman að sjá þau saman í braut. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður kvöldsins

Lið Uppsteypu var stigahæsta liðið í kvöld en í kvöld kepptu fyrir liðið Randi Holaker, Haukur Bjarnason og Elvar Logi Friðriksson.

 

Niðurstöður – A úrslit 

1.Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Laxárholt 7,77
2. Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Hestaland 7,67
3. Randi Holaker Þytur frá Skáney Uppsteypa 7,37
4. Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Uppsteypa 7,17
5. Haukur Bjarnason Ísar frá Skáney Uppsteypa 7,03

Niðurstöður – Forkeppni

Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Laxárholt 7,47
Guðmar Þór Pétursson Sókrates frá Skáney Hestaland 7,27
Randi Holaker Þytur frá Skáney Uppsteypa 7,23
Haukur Bjarnason Ísar frá Skáney Uppsteypa 7,0
Elvar Logi Friðriksson Teningur frá Víðivöllum fremri Uppsteypa 6,87
Iðunn Svansdóttir Karen frá Hríshóli 1 Laxárholt 6,43
Fredrica Fagerlund Salómon frá Efra-Núpi Uppsteypa 6,43
Siguroddur Pétursson Greifi frá Söðulsholti Söðulsholt/Hergill 6,37
Ísólfur Ólafsson Fluga frá Leirulæk Hestaland 6,33
Axel Ásbergsson Vísa frá Hjarðarholti Team Hestbak 6,30
Friðdóra Friðriksdóttir Bylur frá Kirkjubæ Söðulsholt/Hergill 6,27
Heiða Dís Fjeldsteð Hrafn frá Ferjukoti Laxárholt 6,10
Harpa Dögg Bergmann Þytur frá Stykkishólmi  Söðulsholt/Hergill 6,03
Rakel Sigurhansdóttir Selja frá Vorsabæ Laxárholt 6,0
Eveliina Aurora Marttisdóttir Ásthildur frá Birkiey Team Hestbak 5,87
Hörður Óli Sæmundarson Krókur frá Helguhvammi II Team Hestbak 5,80
Þórdís Fjeldsteð Smyrill frá Álftárósi Berg 5,23
Vilfríður Sæþórsdóttir List frá Múla Hestaland 5,13
Anna Dóra Markúsdóttir Stöð frá Bergi Berg
Daníel Jónsson Amor frá Reykjavík Berg
Benedikt Þór Kristjánsson Snókur frá Akranesi Laxárholt

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar