Jóhann, Jolly, Anne Stine og Lena báru sigur úr býtum

Mynd: Eyja.net
Keppt var til úrslita og í 100 m. skeiði. Jóhann Rúnar Skúlason og Evert fra Slippen unnu nokkuð öruggan sigur í tölti með 8,72 í einkunn. Anna-Lisa Zingsheim á Glað frá Kálfhóli 2 var önnur með 8,39 og jafnar í þriðja voru Jolly Schrenk á Kvisti von Hagenbuch og Susanne Birgisson á Kára von der Hartmühle með 8,00 í einkunn. Frauke Schenzel var fimmta á Lýdíu frá Eystri-Hól með 7,39 en þær voru einnig í fjórða sæti í fjórgangnum.
Það var mjótt á munum í fjórgangnum og einungis nokkrar kommur sem aðskildu efstu sæti. Anne Stine Haugen vann fjórganginn á Hæmi fra Hyldsbæk og Jolly var önnur á Aris von den Ruhrhöhen en það munaði 0,03 á þeim.
Jolly vann slaktaumatöltið á Glæsir von Gut Wertheim með 8,75, Josje Bahl var önnur á Alsvin vom Wiesenhof og þriðja varð Frauke á Kötlu frá Hemlu II. Lena Maxheimer vann fimmganginn á Abel fra Nordal og önnur varð Elisa Graf á Óskasteini vom Habichtswald
Allar niðurstöður er hægt að sjá HÉR en einnig er hægt að horfa á mótið á Eyja.tv.
Tölt T1 – A úrslit
1 Jóhann Rúnar Skúlason Evert fra Slippen 8.72
2 Anna-Lisa Zingsheim Glaður frá Kálfhóli 2 8.39
3 Jolly Schrenk Kvistur von Hagenbuch 8.00
3 Susanne Birgisson Kári von der Hartmühle 8.00
5 Frauke Schenzel Lýdía frá Eystri-Hól 7.39
Tölt T2 – A úrslit
1 Jolly Schrenk Glæsir von Gut Wertheim 8.75
2 Josje Bahl Alsvinnur vom Wiesenhof 8.17
3 Frauke Schenzel Katla frá Hemlu II 7.79
4 Frederic Feldmann Röskva vom Habichtswald II 7.71
5 Martin Rønnestad Kóngur vom Kranichtal 7.67
6 Josefin Þorgeirsson Galsi vom Maischeiderland 7.63
Fjórgangur V1 – A úrslit
1 Anne Stine Haugen Hæmir fra Hyldsbæk 7.73
2 Jolly Schrenk Aris von den Ruhrhöhen 7.70
3 Lena Maxheimer Tvistur frá Kjarna 7.63
4 Frauke Schenzel Lýdía frá Eystri-Hól 7.47
5 Sophie Neuhaus Fylkir vom Wotanshof 7.33
6 Josefin Þorgeirsson Galsi vom Maischeiderland 6.97
Fimmgangur F1 – A úrslit
1 Lena Maxheimer Abel fra Nordal 7.67
2 Elisa Graf Óskasteinn vom Habichtswald 7.33
3 Frauke Schenzel Náttdís vom Kronshof 7.21
4 Milena Hofmann Herion von Hof Osterkamp 7.07
5 Lilja Thordarson Ófeigur frá Árbæjarhjáleigu II 7.02
6 Gerrit Venebrügge Prins Valíant von Godemoor 6.74