Hestamannafélagið Sleipnir Jón Ársæll landar sínum þriðja titli

  • 29. júní 2025
  • Fréttir
Niðurstöður úr A úrslitum í slaktaumatölti í ungmennaflokki

Jón Ársæll Bergmann landaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli á þessu móti þegar hann vann slaktaumatöltið í ungmennaflokki á Díönu frá Bakkakoti.

Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Arion frá Miklholti kom þar á eftir en þau keppa sem gestir á mótinu og fá því ekki sæti í verðlaunaafhendingunni. Í öðru sæti varð því Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Lifra frá Lindarlundi með 7,62 í einkunn.

Jöfn í þriðja og fjórða sæti urðu Sigurður Baldur Ríkharðsson á Lofti frá Traðarlandi og Fanndís Helgadóttir á Ötul frá Narfastöðum með 7,54 í einkunn.

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Jón Ársæll Bergmann / Díana frá Bakkakoti 8,08

2 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Lifri frá Lindarlundi 7,62

3-4 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Loftur frá Traðarlandi 7,54

3-4 Fanndís Helgadóttir / Ötull frá Narfastöðum 7,54

5 Matthías Sigurðsson / Kostur frá Þúfu í Landeyjum 7,42

6 Védís Huld Sigurðardóttir / Breki frá Sunnuhvoli 5,62

*2 Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Arion frá Miklholti 7,75

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar