Kírópraktík fyrir dýr

  • 21. febrúar 2020
  • Fréttir
Fræðslunefnd hestamannafélagsins Borgfirðings stendur fyrir fyrirlestri með Silju Unnarsdóttur dýralækni og kírópraktor fyrir dýr.
Dagurinn byrjar með fyrirlestri klukkan 13:00 í félagsheimili Borgfirðinga, Vindási.  Efni fyrirlestursins er kírópraktík fyrir dýr og hvernig líkamlegir kvillar geta haft áhrif á hegðun dýranna. Þá er einnig rætt mikilvægi þess að ráðast í vandamálin strax og á réttan hátt.
Í kjölfar fyrirlestursins verður boðið upp á meðhöndlun á bæði hestum og hundum en Silja býður 33% afslátt af meðhöndlun þennan dag. Skráning í meðhöndlun er í gegnum siljaunnars@gmail.com
Linkur inn á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/2651285965092243/

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<