Konsert frá Hofi flogið til Belgíu í kvöld

  • 28. september 2020
  • Fréttir

Konsert á leið í flug mynd: Aðsend

Eins og Eiðfaxi greindi frá í sumar að þá stóð til að flytja Konsert frá Hofi af landi brott til Belgíu þar sem eigandi hans, Frans Goetschalckx, býr. Það verður að veruleika nú í kvöld þegar honum verður flogið frá Keflavík til Liege í Belgíu.

Konsert sigraði 4.vetra flokk á Landsmóti 2014 og sló þá rækilega í gegn sýndur af Agnari Þór Magnússyni, Konsert hlaut m.a. 10,0 fyrir tölt á því móti.

Jakob Svavar Sigurðsson tók svo við þjálfun á hestinum og keppti m.a. á honum í töltkeppni með ágætisárangri en Jakob hlaut m.a. 8,50 í einkunn í úrslitum í tölti á Reykjavíkurmeistaramótinu fyrir sýningu á Konsert.

Þá hlaut Konsert hlaut 1.verðlaun fyrir afkvæmi á Landssýningunni í sumar en hann á nú þegar 332 skráð afkvæmi samkvæmt Worldfeng.

Það voru Export-hestar sem sáu um útflutning á Konsert.

 

Uppfærð frétt: Konsert verður flogið af landi brott í kvöld en ekki í morgun eins og fyrst var sagt frá í fréttinni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar