Landsmótsúrtaka á Vesturlandi

  • 28. maí 2022
  • Fréttir
Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Glað, Borgfirðing og Snæfelling

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Glað, Borgfirðing
og Snæfelling, laugardaginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní, næstkomandi, á félagssvæði Borgfirðings,
við Vindás í Borgarnesi. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00.

Keppt verður í eftiröldum greinum:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.
Athugið sérstaklega að fyrri og seinni umferð verða keyrð eins og sitthvort mótið sitt hvorn daginn,
4. og 5. júní. Það þarf að skrá sig á annað eða bæði mótin óháð hinu og skráningarfrestur rennur út
samtímis fyrir bæði mótin. Sem sagt, það er ekki hægt að sjá til hvernig gengur í fyrri umferð og
ákveða þá hvort maður skráir sig i seinni umferðina. Einungis er um forkeppni að ræða, ekki riðin
úrslit.

Fyrri daginn verður röð keppnisgreina þessi: Ungmennaflokkur, unglingaflokkur,
barnaflokkur, B-flokkur og A-flokkur

Seinni daginn verður röð keppnisgreina þessi: A-flokkur, B-flokkur, barnaflokkur,
unglingaflokkur og ungmennaflokkur.

Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið
er: https://sportfengur.com/#/skraning/karfa Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á
skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er
valið Snæfellingur. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið
annað hvort eða bæði:
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi – Fyrri umferð
Landsmótsúrtaka á Vesturlandi – Seinni umferð

Hægt er að hafa samband við Herborgu í síma 8931584 eða herborgsig@gmail.com ef það koma upp
vandamál

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 31.maí næstkomandi og
skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests. Senda kvittun á olafur@fsn.is
Skráningargjöld eru: Kr. 6.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í A og B flokk
Skráningargjöld eru: Kr. 4.000,- fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, hafið samband við Eyþór
Gíslason 8981251

Vellirnir verði opnir, til æfinga, dagana fyrir mót í samráði við Eyþór Gíslason, formann Borgfirðings

Nánari upplýsingar um mótið gefa Eyþór Gíslason, Ása Hólmarsdóttir, Valberg Sigfússon og Herborg
Sigurðardóttir.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar