Leiðrétting – 18 hross með 9,5 fyrir skeið

  • 14. september 2020
  • Fréttir

Engill frá Ytri-Bægisá I og Snorri Dal - Mynd: aðsend

Það er góð regla að hafa ætíð það sem sannara reynist og því er Eiðfaxa ljúft og skylt að bæta átjánda hestinum á lista þeirra hrossa sem fengu 9,5 fyrir skeið í sumar.

Gæðingurinn sá heitir Engill frá Ytri-Bægisá I, undan Arði frá Brautarholti og Eik frá Dalsmynni. Engill hlaut aðaleinkunn upp á 8,43 á vorsýningu í Hafnarfirði, þ.á.m. 9,5 fyrir bæði skeið og samstarfsvilja. Þess má til gamans geta að Engill og knapi hans Snorri Dal eru efstir á stöðulistanum hjá WorldFeng í F1 með einkunina 7,57 og í 6. sæti í T2 með 7.53.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<