Lét umferðarlög sem vind um eyru þjóta

  • 20. nóvember 2020
  • Fréttir

Á fréttavef sunnlenska.is er að finna áhugaverða frétt af hesti sem virti illa umferðarlög á þjóðveginum.

Lögreglumenn á Höfn sinntu verkefni á Suðurlandsvegi í síðustu viku þegar tilkynnt var um laust hross á veginum snemma dags.

Svarta myrkur var á vettvangi og fylgdi sögunni að tilkynnandi hefði þá þegar reynt að teyma eða reka hrossið af veginum en það lét sér ekki segjast og fór alltaf aftur upp á veg og tók sér stöðu á miðlínu hans. Að endingu teymdi tilkynnandi það inn í girðingu við veginn og upplýsti lögreglan talinn eiganda um stöðu mála.

Það er gott að nýta tækifærið og minna vegfarendur á það að í skammdeginu getur búfé leynst á vegum úti og því um að gera að fara varlega nú sem áður.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar