Suðurlandsdeildin Lið Byko stigahæsta lið kvöldsins í Suðurlandsdeildinni

  • 27. apríl 2021
  • Fréttir

Lið Byko er í forystu fyrir lokakvöldið í Suðurlandsdeildinni

Í kvöld fór fram í Rangárhöllinni á Hellu fimmgangur Suðurlandsdeildar í hestaíþróttum en þetta var þriðja mótið af fjórum. Það var lið Byko sem stóð uppi sem sigurvegari liðakeppninnar í kvöld og leiðir liðið einnig heildar liðakeppnina!

Liðsmenn Byko náðu frábærum árangri í kvöld þar sem Maiju Maria Varis sigraði flokk áhugamanna á Evu frá Reykjadal, Herdís Rútsdóttir hafnaði í þriðja sæti í flokki atvinnumanna á Klassík frá Skíðbakka I. Af öðrum liðsmönnum lenti Árni Sigfús Birgisson í 8. sæti í flokki áhugamanna og Elin Holst á Spurningu frá Syðri-Gegnishólum í því 12.
Í liðakeppni Suðurlandsdeildarinnar leiðir nú lið Byko, í öðru sæti er lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns og Smiðjan Brugghús í því þriðja.
Sæti Lið Stig
1 Byko 278
2 Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 220
3 Smiðjan Brugghús 216,5
4 Kvistir 208
5 Krappi 193
6 Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 187,5
7 Húsasmiðjan 186
8 Efsta-Sel 184
9 Fet/Þverholt 165,5
10 Toltrider 157,5
11 Heklu hnakkar 142
12 Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 132,5
13 Kjarr 101
14 Káragerði/Lokarækt 64,5
Úrslit áhugamanna fóru eftirfarandi
Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn
1 Maiju Maria Varis Eva frá Reykjadal Byko 6,83
2 Elín Hrönn Sigurðardóttir Snilld frá Skeiðvöllum Fet/Þverholt 6,5
3 Vilborg Smáradóttir Sónata frá Efri-Þverá Smiðjan-Brugghús 6,36
4 Hermann Arason Vörður frá Vindási Efsta-Sel 6,33
5 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakot Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 6,33
6 Brynjar Nói Sighvatsson Iða frá Vík í Mýrdal Kvistir 6,07
7 Anna M. Geirsdóttir Nói frá Flugumýri II Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 6,02
Úrslit atvinnumanna fóru eftirfarandi
Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn
1 Helga Una Björnsdóttir Byrjun frá Akurgerði Kjarr 7,12
2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 7,02
3 Herdís Rútsdóttir Klassík frá Skíðbakka I Byko 6,98
4 Matthías Leó Matthíasson Heiðdís frá Reykjum Hekluhnakkar 6,95
5 Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir Blíða frá Ytri-Skógum Smiðjan Brugghús 6,91
6 Hans Þór Hilmarsson Sindri frá Hjarðartúni Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 6,74
Heildarniðurstöður forkeppni má nálgast í Kappa appinu.
Stjórn Suðurlandsdeildarinnar vill þakka öllum bakhjörlum deildarinnar kærlega fyrir stuðninginn.
Lokamót Suðurlandsdeildarinnar fer fram þann 11. maí n.k. þar sem keppt verður í tölti og skeiði.
Sjáumst þá!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar