Liðakynning hjá Meistaradeild Líflands og æskunnar

  • 8. janúar 2023
  • Fréttir

Mynd: Óla mynd

Það styttist í að keppnistímabilið hefjist

Í gær fór fram liðakynning hjá Meistaradeild Líflands og æskunnar.

Dagurinn hófst á að Þorgrímur Þráinsson kom og hélt fyrirlestur fyrir knapa og foreldra en Þorgrímur er landsþekktur rithöfundur barna- og unglingabóka og fyrrum knattspyrnumaður með Val og íslenska landsliðinu. Hann er þekktur fyrir forvarnastarf og vinnu sína með ungu fólki, þar sem hann hvetur ungt fólk til að elta drauminn, bera virðingu fyrir öllum, bera ábyrgð á sjálfu sér og setja sér markmið í lífi, leik og starfi.

Eftir fyrirlestur Þorgríms voru borðaðar pizzur og eftir það var haldið í Lílfland í Lynghálsi þar sem liðakynning fór fram. Tíu lið taka þátt eins og síðasta vetur og eru fjórir knapar í hverju liði. Í deildinni eru því 40 þátttakendur á aldrinum 13-17 ára. Hópurinn sem verður í deildinni er frábær blanda af reyndum knöpum og svo þeim óreyndari og yngri sem eru að sækja sér reynslu í virkilega krefjandi keppni.

Hér fyrir neðan má sjá liðin eins og þau eru skipuð.

Inná facebook síðu ljósmyndarans Ólafs – Óla mynd / Ola photos – er hægt að sjá myndir frá viðburðinum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar