Lóðarleigusamningur um Skógarhóla

  • 4. desember 2020
  • Fréttir

Frá vinstri: Einar Á E Sæmundsen þjóðgarðsvörður, Eggert Hjartarson staðarhaldari á Skógarhólum og Lárus Ástmar Hannesson fráfarandi formaður LH. Mynd: LH

Endurnýjaður samningur við Þingvallanefnd um lóðarleigu á Skógarhólum var undirritaður þann 27. nóvember sl. á Landsþingi LH.

Það voru þeir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður  og Lárus Ástmar Hannesson formaður sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Þingvallanefndar og LH.

Samningurinn er til 10 ára og með honum hefur LH skuldbundið sig til áframhaldandi viðhalds og umhirðu á svæðinu en einnig tryggt sér rétt til að nýta Skógarhóla áfram í þágu hestamannafélaganna í landinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar